Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 106
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 106 TMM 2012 · 2 unum þar vestra. Svo fer að Nína finnur handa honum rúm og kemur því til hans yfir hafið. Nína var á lausu um þetta leyti og Erlendur var einhleypur, en um skynjanlega erótík er ekki að ræða í orðaskiptum þeirra tveggja um þessi beðmál, jafnvel ekki þegar Nína býður Erlendi að gista hjá sér í íbúð sinni í New York ef hann ráðist í vesturför. Erlendur svarar því einu, að hún skuli ekki gera meira úr þessu boði, því hann kynni að taka því af alvöru. – Hann fór aldrei til útlanda um sína daga og varla út í sveit í heimalandi sínu. Milli þeirra Erlendar og Nínu virðist hafa verið um systkinasamband að ræða eins og þau gerast best. Vera kann að hann hafi átt sér ástkonu hin seinni æviár sín, Áslaugu Árnadóttur, sem starfaði á tollstjóraskrifstofunni um leið og hann, þótt hinu sé líka trúað, að hann hafi verið yfir slíkar þarfir hafinn. Áslaugu trúði hann fyrir persónulegum pappírum sínum, mest bréfum, þegar heilsa hans tók að þverra um fimmtugt. Áslaug var fjarskyld frænka hans, dóttir Árna Árnasonar á Höfðahólum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún varð honum náinn vinur og hjálparhella hvað sem öðru leið og þegar hann lést 54 ára kom í ljós, að hann hafði gert Áslaugu að erfingja sínum. Erlendur var þá búinn að selja Unuhús, helstu eign sína. Fátt er heimilda um hann sjálfan meðal pappíra hans, engar dagbækur og nálega ekkert um þessa konu. Böggullinn var í fórum Áslaugar innsiglaður frá láti hans 1947 til ársins 1967, að afhentur var Landsbókasafni Íslands eins og til hafði staðið frá láti eigandans. Aldamótaárið var innsiglið rofið, eins og ráð var fyrir gert, og innihaldið gert öðrum aðgengilegt. Af bréfasafninu má sjá að margir, kunnir sem lítt þekktir, skrifuðu Erlendi um hans daga þeirra erinda að biðja hann að gera sér greiða. Sjálfur hafði hann orð á sér fyrir að vera pennalatur. Afkastamestur meðal bréfritaranna reynist vinur hans frá unglingsárunum, Halldór Laxness, 12 árum yngri, alls eru varðveitt 77 bréf frá honum til Erlendar. Halldór tók að skrifa Erlendi upp úr tvítugu og var þá að sinna metnaði sínum suður á Sikiley, í Saint Maurice og síðar vestanhafs. Bréfin frá Laxness til Erlendar mega heita að myndi samfellda sögu af sumarlangri dvöl hans á eyjunni fögru við að skrifa fyrsta stórvirki sitt, Vefarann mikla frá Kasmír, því næst af því þegar hann dvaldi á ný meðal munka í klaustrinu Saint Maurice í Luxemburg og þar á eftir frá dvöl í Kanada og Kaliforníu. Frásögnin í bréfum hins upprennandi höfundar til vinarins Erlendar eru einlægari en margt annað sem liggur eftir höfundinn af persónulegum skrifum. Jafnvel má segja að af margskonar vitnisburði um viðburðaríka ævi Laxness, sem eins og alkunna er einkenndist m.a. af fjölbreyttum sam- skiptum við fólk af öllu tagi, sé hvergi að finna skýrari vitnisburð um mann- inn sjálfan. Kannski sýna þau manninn Halldór Guðjónsson svo vel einmitt vegna þess að Erlendur svaraði bréfum hans ekki, þrátt fyrir brýningar, heldur lét verkin tala. Í bréfasafni Laxness á Landsbókasafni er aðeins eitt frá Erlendi, það er vélritað og í því aðeins eitt orð skrifað með hendi Erlendar, skírnarnafn hans. Bréfið fjallar að mestu um sýningu Leikfélags Reykjavíkur á fyrsta leikriti Laxness, „Straumrofi“. Erlendi þótti uppfærslan ekki góð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.