Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 112
Á d r e p u r 112 TMM 2012 · 2 hann og spinnur fram margvíslegt landslag, líklega í meirihluta olíu- og vatnslitamyndanna, einkum þeim síðar- nefndu. Hann ýmist vefur saman mynd- brotum héðan og þaðan eða býr til heildarmyndir í huganum af einhverju sem gæti verið til hér á landi en er hvergi að finna í reynd. Hann ýkir líka þekkt landslag eins og Björn Th. Björns- son bendir á og telur til marks um „háleita náttúrudýrkun“. Sé þetta ýkta og uppspunna landslag skoðað í sam- hengi má vel líta á slíka nálgun sem svo að þar sé unnið í anda impressjónisma, þvert ofan í skoðun Björns; túlkun hug- hrifa fremur en tjáningu á dýrkun; óhlutlægan skáldskap fremur en hlut- læga lýsingu. Margir hafa ekki forsend- ur til að gera sér grein fyrir náttúru- skáldskapnum í verkum Guðmundar, þekki þeir ekki þeim mun betur til óbyggðanna. Halda jafnvel að upp- spunnu verkin séu lítið annað en mis- mikið fegruð eftirlíking af raunveruleg- um stöðum. Vissulega bregður oft fyrir kunnug- legum myndefnum, t.d. af Þingvöllum eða Snæfellsjökli, og Guðmundur gerði töluvert af því að mála það sem nefna mætti „heimahagalist“, rétt eins og Kjarval að sínu leyti, enda báðir sveita- piltar sem verið höfðu til sjós. Þetta gerðu raunar margir íslenskir listamenn á fyrri hluta 20. aldar; máluðu myndir af sjósókn og úr landbúnaði á torfbæjar- skeiðinu, sbr. Gunnlaug Scheving. Aðrir en Guðmundur hafa þó ekki fengið þá greiningu að þeir aðlagi þýska „Heimat- kunst“ að íslenskum aðstæðum, sbr. orð Björns Th. Björnssonar í Íslenskri myndlist. Guðmundur málaði enn frem- ur dýramyndir eða þjóðsagnaminni, einkum málverk af fuglum og hánor- rænum spendýrum. Það má ekki síst rekja til áhuga hans á dýravernd og heimskautasvæðum. Raunar hafa við- horf manna breyst á síðustu árum til náttúrunnar og ástar á henni. Margt sem mönnum kann að hafa þótt til vitn- is um kynlega „náttúrudýrkun“ á sínum tíma, þegar ungir menntamenn reyndu að efla sjálfsmynd sína sem borgar- menn, þykir nú á dögum eðlilegri sjónar mið. Almennt talað festist Guðmundur, eftir því sem árin liðu, í andstöðu sinni við óhlutbundna list, enda þótt hann hefði mætur á mörgum erlendum lista- mönnum frá lokum 19. aldar til miðrar þeirrar 20. sem tjáðu sig iðulega á mörk- um þess hlutbundna og óhlutbundna. Það sást einna best á eign listaverka- bóka. Munch, Gauguin, Cézanne, van Gogh, Klimt og Redon voru meðal þeirra sem hann virti mikils. Tilvitnun í grein Guðmundar í Iðunni 1928 (Listir og þjóðir), þar sem hann býsnast yfir til- teknu mótífi van Goghs, dugar ekki til að breyta þeirri staðreynd. Hvað sem þessum almennu viðhorfum leið þróað- ist hann hins vegar sjálfur sem lista- maður, sér í lagi með tilkomu vatnslita í verkum. Þau urðu litaglaðari, frjálsari og sum næsta óhlutbundin, einkum hauststemmningar. Því miður entist honum ekki aldur til að nálgast nútímann enn meir. Hann lést á 68. aldurs ári. Eflaust má finna þessari þróun stað í blaða- og tímaritsgreinum eftir Guð- mund síðustu ár hans, eða í viðtölum, en fjöldi málverka eftir hann talar þó mun skýrara máli. Gengið til verks Að þessu skrifuðu er kominn tími til að skoða orð Æsu Sigurjónsdóttur listfræð- ings og kennara við Háskóla Íslands um Guðmund Einarsson í Listasögu Íslands. Mér er ekki kunnugt um hvernig hún stóð að ritun blaðsíðnanna fjögurra eða hve víða hún kannaði verk eftir Guð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.