Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 123
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 123 aðstæður í öðrum löndum yfirleitt. Þeirra eina pólitíska áhugamál og við- mið á alþjóðavísu virtist vera hvort menn styddu stefnu Sovétríkjanna í einu og öllu. Samt var áhugavert að sjá og finna hvernig var einsog ljóstírur kvikn- uðu í hugum sumra Tékka og nokkurra annarra stúdentafulltrúa þá skömmu hríð sem frelsisaldan í Ungverjalandi virtist ætla að fá að hafa sinn gang haustið 1956. En þær tírur dofnuðu fljótt. Annars átti maður einna mest sálu- félag við ýmsa óbreytta tæknilega starfs- menn. Flestir voru frá Bretlandseyjum, því enska var vinnumál alþjóðasam- bandsins. Margir höfðu komið til starfa sem hugsjónaglaðir kommúnistar en orðið fyrir meiri eða minni vonbrigðum með ‘framkvæmd sósíalismans’. Á þeim vettvangi réð bresk kaldhæðni ríkjum. Við kölluðum okkur stundum ‘Stran- gers in Paradise’. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin Á Íslandi var raunveruleikinn sá að fyrir baráttu sósíalista heimafyrir skiptu tengslin við Moskvu sáralitlu máli, jafn- vel ekki meðan Kommúnistaflokkur Íslands var enn starfandi, og nánast engu eftir að hann var lagður niður. Afglöp kommúnista og annarra sósíal- ista hér sem víðar í heiminum voru þau að leggja of lengi trúnað á að um ein- hvers konar sósíalisma væri að ræða í Sovétríkjunum. Hin raunverulega barátta sósíalista hér sem annarstaðar snerist um að bæta kjör alþýðu manna til lífs og sálar á sinni heimaslóð. Á þessa sveif hallaðist það alþýðufólk sem þorði að standa í eigin lappir. Á sömu sveif hölluðust langflest skáld og aðrir listamenn um miðja síðustu öld. Þessi barátta við fjár- magnsvaldið, sem sameinaðist framar öðru í Sjálfstæðisflokknum, bar mikinn árangur. Eftir tveggja áratuga harðvít- uga baráttu sem náði vissu hámarki í skæruverkföllum árið 1942 bötnuðu lífs- kjör verkamanna um 50% á því sama ári. Spyrja má hvort tilvera Ráðstjórnar- ríkjanna hafi skipt einhverju máli fyrir lífskjarasókn verkafólks á Íslandi og öðrum Vesturlöndum. Það mun hafa verið tvíbent. Bjartsýnisblekking getur vissulega eflt með mönnum baráttuþor og er alþekkt í stríðsátökum. Á áratug- unum milli stríða hefur fullvissa margra verkamanna um tilveru fyrsta verka- lýðsríkis í heimi án efa aukið þeim bjartsýni og baráttuþrek. Sú ‘staðreynd’ átti að sanna að alræði fjármagnseig- enda væri ekki neitt náttúrulögmál. Á hinn bóginn olli afstaðan til Sovét- ríkjanna miklum stirðleika í samvinnu róttækra og hægfara sósíalista. Öfga- menn í báðum flokkum komu af þess- um sökum oft í veg fyrir nauðsynlega eindrægni gegn sameiginlegum and- stæðingi. Eftir síðari heimsstyrjöld virð- ast Sovétríkin fremur hafa orðið drag- bítur á baráttu verkamanna á Vestur- löndum. Draumsýnin um verkalýðsríkið dofnaði stöðugt eftir því sem fólk gat ferðast meira og borið saman vestur og austur. Það er að vísu hugarburður að sósíalistar hafi almennt búist við að finna eitthvert sæluríki fyrir austan tjald. Flestir væntu þess hinsvegar að austantjaldsmenn væru á réttri leið og urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með hversu skammt þeir virtust á veg komn- ir. Munurinn sýndist kannski ekki ýkja mikill fyrstu árin eftir stríð. Margar borgir Evrópu voru enn í rústum þótt þær sem verst urðu úti hafi flestar lent austan megin svosem Varsjá, Berlín og Dresden. Eftir því sem á leið urðu vest-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.