Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 124
Á d r e p u r
124 TMM 2012 · 2
rænar borgir glæsilegri fyrir augað, og
munaði þar mest um nýjar eða endur-
reistar verslunarhallir og ljósaauglýsing-
ar. Lífskjör almennings voru á hinn
bóginn svipuð lengi vel, en smám saman
tókst samtökum launafólks vestan
megin að knýja fram betri kjör en við-
gengust fyrir austan þar sem flest gekk
hægar og stöðnun ríkti á mörgum svið-
um því að drifkraft markaðskerfisins
skorti. Reyndar mun sumum borgara-
legum forystumönnum á Vesturlöndum
hafa verið kappsmál að geta sýnt fram á
jafngóð eða betri lífskjör verkafólks hjá
sér en þekktust fyrir austan og voru af
þeim sökum linari í andstöðu sinni við
kröfur verkalýðssamtaka.
Þessi munur fór ekki fram hjá nein-
um þeim sem ferðaðist um með opin
augu. Samt er alls ekki rétt að halda því
fram að sár fátækt eða eymd hafi ríkt í
A-Evrópu. Stúdentum frá þriðja heimin-
um sem stunduðu þar nám, fannst fólk
lifa í velsæld og jöfnuði miðað við það
sem þeir þekktu heimanað frá sér.
Skólakerfi og velferðarkerfi var einnig
án efa í mun betra lagi en áður hafði
verið. Fólk var vissulega hundóánægt út
af takmörkuðu vöruframboði og ferða-
frelsi sem sumpart var sagt stafa af
gjaldeyrisskorti, en þarna var þó viss
gróska í ýmissi menningarstarfsemi, til
dæmis á sumum sviðum leiklistar, tón-
listar og kvikmynda. Margt menntafólk
og skapandi listamenn þoldu samt einna
verst þá andlegu þrúgun og stýringu
sem að þeim kreppti.
Þrátt fyrir ýmsar efasemdir töldu
margir sósíalistar á Vesturlöndum lengi
vel við hæfi að láta þessi austantjaldsríki
njóta vafans. Þeir vildu jafnvel líta á for-
ystumenn þeirra sem bandamenn að
vissu marki þótt þeir væru löngu hættir
að hugsa til þess að taka sér skipulag
þeirra til nokkurrar fyrirmyndar.
Afstaðan til þriðja heimsins og nýlendn-
anna virtist líka sameiginleg. Margir
drögnuðust auk þess of lengi með þá
von að ráðamenn þar mundu sjá að sér.
Þekktastur þeirra hér á landi var Hall-
dór Kiljan Laxness. Stundum virtist líka
mega sjá merki þess arna. Fordæming
Krústjoffs á Stalínstímanum 1956 var
eitt þeirra. Afrek Sovétríkjanna í geim-
ferðum 1957 og 1961 virtust sýna að
ekki væri allt í kaldakoli. Fyrir lang-
flesta fauk þó síðasta hálmstráið við
innrásina í Tékkóslóvakíu sumarið
1968.
Þessi langvarandi hollusta eða
jákvæða hlutleysi gagnvart Sovétríkjun-
um bitnaði samt hvorki á baráttu
íslenskra sósíalista fyrir bættum kjörum
alþýðu né eflingu menningar á mörgum
sviðum. Skáldverk Halldórs Laxness
sköðuðust ekki hið minnsta við sósíalísk
viðhorf hans, nema síður væri. Ástæða
er líka til að taka fram í þessu samhengi
að hvorki Steinn Steinarr né Halldór
snerust nokkru sinni til fylgis við Sjálf-
stæðisflokkinn eða kapítalísk viðhorf
þótt þeir sneru baki við sovétskipulag-
inu.
Örfáir íslenskir sósíalistar virðast
reyndar fram í rauðan dauðann hafa
litið svo á að ráðamenn í Sovétríkjunum
væru ‘félagar’ þeirra í anda alþjóða-
hyggjunnar frá því kringum 1920 og
sumum jafnvel fundist eðlilegt að þau
veittu þeim efnahagslegan stuðning.
Ekki verður á hinn bóginn séð að það
viðhorf hafi verið gagnkvæmt. Aldrei
féllust Sovétmenn til dæmis á beiðni
Einars Olgeirssonar á sjötta áratugnum
um að veita fyrirtækjum sósíalista
umboð fyrir bifreiðum og landbúnaðar-
vélum sem hefði getað fjármagnað bar-
áttu Sósíalistaflokksins. Kristni E.
Andréssyni tókst með herkjum að kría
út styrki frá Rússum til að ljúka við hús
Máls og menningar. En þeir áttu honum
líka gamlan greiða að gjalda fyrir sér-