Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 125
Á d r e p u r
TMM 2012 · 2 125
kennilegan erindrekstur í Bandaríkjun-
um í upphafi síðari heimsstyrjaldar (s.
186).
Þetta er líka eina dæmið sem ótvírætt
liggur fyrir um slíkan styrk til fyrir-
tækja tengdum Sósíalistaflokknum.
Önnur húsakaup voru til að mynda fjár-
mögnuð af eigin rammleik, hús Þjóð-
viljans á Skólavörðustíg 19 á árum síðari
heimsstyrjaldar, Tjarnargata 20 um
miðjan sjötta áratuginn og hús Þjóðvilj-
ans í Síðumúla 6 um miðjan áttunda
áratuginn. Enda hefði það ekki átt að
vera ofverk fyrir stjórnmálasamtök með
tugþúsundir kjósenda á bakvið sig að
kaupa hús með áratuga millibili. Ein-
hver kaldrifjaður kynni að segja að þess-
um eina sannanlega sovéska fjárstyrk
hafi ekki verið illa varið með því að
reisa hús yfir bókmenningu en engu að
síður er þetta svartur blettur á stjórn-
málasögu íslenskra sósíalista.
Í bókum þeirra Þórs Whitehead og
Hannesar örlar ekki á samfélagslegum
skilningi. Þeir virðast ekki sjá að alþýða
manna hafi haft neina ástæðu til að
berjast fyrir bættum kjörum að eigin
frumkvæði. Verkalýðsbarátta í hverju
krummaskuði er talin skipulögð vegna
undirróðurs frá Moskvu. Kvæði Jóhann-
esar úr Kötlum, ‘Sovét-Ísland, óskaland-
ið, hvenær kemur þú’ er túlkað svo að
meginmarkmiðið væri að innlima
Ísland í Sovétríkin. Fæstir munu reynd-
ar þekkja meira en þetta upphaf að
löngu ljóði. Hin dálítið bernska hug-
mynd Jóhannesar var hinsvegar sú að
ráð (sovét) verkamanna, bænda og sjó-
manna mundu ráða mestu um stjórn
landsins allri alþýðu til farsældar.
Stjórnarfarsleg tengsl við Sovétríkin
voru hvergi í huga þessa þjóðfrelsis-
manns.
Maður spyr sig stundum hver geti
verið tilgangur höfunda með skrifum af
þessum toga. Eru þeir bara að slá sig til
riddara gegn rauðliðum? Er tilgangur-
inn að reyna að fæla fólk frá að berjast
gegn því óréttlæti sem enn viðgengst
um heim allan þar sem fjármálabraskar-
ar og pólitísk handbendi þeirra njóta
ómældra efnahagslegra forréttinda fram
yfir heiðarlega vinnandi fólk? Er í því
skyni reynt er að innræta fólki að eng-
inn annar valkostur sé í sjónmáli en
sovéskt gúlag? Sérhver viti borinn
maður ætti að skilja hversu fráleitt slíkt
sjónarmið er. Maður undrast því öðru
hverju að fyrrnefndir höfundar skuli
halda slíkri fásinnu fram, því þetta eru
að mörgu leyti óvitlausir menn og Þór
hefur meðal annars skrifað ágætar
bækur um aðdraganda og upphaf síðari
heimsstyrjaldar. En þeim er kannski
vorkunn.
Víst má halda því fram að það sé
tómt mál að fjalla um Sovétríkin sálugu
og tengsl vestrænna sósíalista við yfir-
völd þeirra. Þetta er liðin tíð og sumum
finnst óþarfi að elta ólar við hugarburð
og samsæriskenningar manna á borð
við fyrrnefnda höfunda. Það er á hinn
bóginn hart undir því að búa að fjöl-
margir af hinum bestu baráttumönnum
fyrir bættum kjörum allrar alþýðu til
lífs og sálar séu úthrópaðir sem glæpa-
menn af ótíndum strákum fyrir það eitt
að álpast til að trúa ísmeygilegum
áróðri. Sérstaklega þar sem sú trúgirni
gerði engum illt nema þeim sjálfum.