Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 128
Á d r e p u r 128 TMM 2012 · 2 sem litir og ljós voru meginviðfangs- efnið. Árið 1969 tókum við þátt í FÍM sýningu og vorum fyrst til að sýna lita- optísk verk hér á landi. Um svipað leyti uppgötvuðum við leið til að ná fram áhrifamiklum form- og lithverfum með því að vinna í þrívídd og nota meðal annars rendur, strengi og skugga. Lit- irnir sem verða til í þessum fíngerðum strúktúrum breytast eftir hreyfingu áhorfandans og virðast lifa sjálfstæðu lífi í rými milli hans og flatarins. Við vorum þau einu sem unnum hér með liti sem ljós – litaoptík/hreyfilist – þar sem mild örvun auguns leiðir til hverfulla sjónhrifa. Árið 1972 héldum við stóra einkasýn- ingu Ljós og litir í Norræna húsinu. Þeirri sýningu var mjög vel tekið; fjöldi manns sótti hana og þar á meðal margir listamenn. Björn Th. Björnsson tók við- tal við okkur sem var sýnt á RÚV (varð- veitt þar) og mikið var fjallað um sýn- inguna í dagblöðum. Listrýnir Morgun- blaðsins (líklegast Hjörleifur Sigurðs- son) skrifar: „Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi sýning er merkur viðburð- ur í listalífi okkar, og hér víkka þau hjónin raunverulega svið myndlistar á Íslandi í dag.“ Björn Th. heimsótti okkur einnig þegar hann var að undirbúa bók sína Aldaslóð (Mál og menning, 1987). Þar fjallar hann um verk okkar og setur þau í listfræðilegt samhengi við annað sem var að gerast á Vesturlöndum. Þremur árum seinna tókum við þátt í Listsýningu íslenskra kvenna, einnig í Norræna húsinu, og tók Aðalsteinn Ing- ólfsson viðtal við Margréti sem er varð- veitt hjá RÚV. Við sýndum þar strengja- verkið Duett sem Listasafn Íslands keypti. Við höfum haldið áfram að gera til- raunir á sviði optískrar listar og eigum 43ja ára listferil að baki. Síðasta stóra einkasýningin okkar SjónarHorn var í Listasafni Kópavogs síðla árs 2001 þar sem við sýndum meðal annars optísk og kínetísk verk. Það er dapurlegt að enginn sem stóð að ritun Listasögunnar var tilbúin að ræða við okkur og kynna sér þá spenn- andi gerjun sem átti sér stað í Englandi og við fluttum með okkur hingað. Lista- sagan er opinbert rit til fræðslu og menntunar almennings og æsku lands- ins og verður eflaust notuð við kennslu í framtíðinni. En því miður var engin til- raun gerð til að ná tökum á sögu opt- ískrar myndlistar í bók sem ætti að vera heildstætt og áreiðanlegt heimildarrit um myndlist á Íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.