Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 137 urn tímann séð fram á að eignast – felldar niður. Óráðsía þeirra virðist ekki munu koma í hausinn á þeim svo nokkru nemi, meðan bláfátækar hús- mæður sem hnupla fyrir nokkur þúsund krónur mega eiga von á fangelsisvist. Við kynnumst konu sem er sífellt með reiknivélina á lofti og tekur sér óratíma í að kaupa inn því hún óttast alltaf að eiga ekki nóg þegar að kassanum er komið, og annarri sem borðar úr ruslagámum og býr hálfan daginn í leyni í íbúð sem hún hefur fyrir tilviljun lyklana að. Þetta er fólkið sem þarf á kraftaverkun- um að halda, fólkið sem er engu betur sett þrátt fyrir vísindakenningar og hagfræðilíkön og lifir kannski á barmi örvæntingar. Þetta er fólkið sem verður að eiga trúna því það á ekkert annað. Fjölskylda Diljár og skólinn hafa áhyggj- ur af því að hún sé að blekkja saklaust fólk með gjörningnum – og þau hafa vissulega talsvert til síns máls – en sannleikurinn er sá að köld vísindatrú er ekkert betri; hún skýrir kannski heiminn en hún bætir hann ekki. Í þeirra augum er hún ekki síður blekking því hún hefur enga snertifleti við tilveru þeirra þótt hún eigi að veita öll svörin. Hins vegar þekkir fólk og skilur sögur. „Kannski var það þannig sem kraftaverk gerðust. Í sögusögnum. Og í samtíman- um gengu sögusagnir hratt“ (77). Kraftaverkin búa í sögunum og skáld- skapnum – í listinni, en eins og fimi fjárglæframannanna sýndi og sannaði geta heimasmíðaðar sögur verið bæði til góðs og ills. Það má því segja að þótt Diljá eigi samúð manns í baráttu sinni við stofn- unina og borgarahátt við lestur bókar- innar, þá sækir á mann að lestri loknum sú tilfinning að hún sé kannski dæmi- gerð fyrir ákveðna hreyfingu meðal ungs fólks sem er, myndu sumir segja, á listrænum og pólitískum villigötum. „Fer sem fer,“ er eins konar kjörorð hennar, þetta er hálfgrínleg list, lítt alvörugefin, gengur út á að gera eitthvað og sjá svo til, póstmódernískur leikur með neyslusamfélagið, það gæti þótt flott að listamenn spegli vinnuaðferðir bisnesskalla – en þessi lesandi hefur engu að síður trú á Diljá og skoðana- systkinum hennar. Kraftaverk, sönn eða login (hver er munurinn ef þau virka?), búa alltaf yfir miklu dýpri merkingu og sannleik heldur en sannleikurinn sem er predikaður að ofan, af postulum sem vilja sjálfir ráða því hvað sé satt og hvað ósatt, hvað megi segja og hvað megi ekki segja. Það eru þessi einföldu sannindi sem Diljá stendur vörð um, og ég held að ef við pössum þau þá komi restin svolítið af sjálfri sér. Soffía Auður Birgisdóttir „[…] mörg eru sjálf þín, kona“ Hallgrímur Helgason: Konan við 1000°. Herbjörg María Björnsson segir frá. JPV útgáfa 2011. Í aðfararorðum að bókinni Konan við 1000° tekur höfundur verksins fram að um sé að ræða skáldsögu þótt hún „byggist að nokkru leyti á atburðum sem gerðust og fólki sem lifði og dó“. Hann áréttar enn frekar að persónurnar séu „skáldsagnapersónur“ og „biður les- anda að sýna kveikjum þeirra og fyrir- myndum nærgætni og blanda ekki raunverulegu hlutskipti þeirra saman við þau örlög sem hann hefur skáldað þeim“. Ljóst er að Hallgrímur Helgason hefur átt von á misjöfnum viðtökum við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.