Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 141 máli sagt fáum við yfirsýn um líf íslenskrar konu sem lifði fjölbreytilegu og átakamiklu lífi á tuttugustu öld en veslast upp í elli og einsemd á þeirri tuttugustu og fyrstu, farin á líkama en óbuguð á sál. Og hægt er að taka undir með Herbjörgu Maríu þegar hún segir við sjálfa sig: „[…] mörg eru sjálf þín, kona“ (151). Sjálf lýsir hún sér á þennan veg: Sem kona var ég auðvitað ósköp einmana í kynslóðinni minni. Á meðan jafnaldrar mínir sátu í gagnfræðaskóla glímdi ég við heila heimsstyrjöld. Ég útskrifaðist úr henni fimmtán ára, með lífreynslu þrítugrar konu. Tvítug varð ég svo árið 1949 og átti þá samkvæmt stundatöflu tímans að halda til náms á grautarskóla í Baunaveldi ellegar sinna giftingarhug- leiðingum uppá Fróni, prúðuppstillt stúlka af forsetaætt á dansleik í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll […] Ég var stríðsbarn í þeirri merkingu orðsins að ég ólst ekki upp í stríðinu heldur ól stríðið mig upp. Ég varð því heimskona áður en ég varð kona. Ég var partístjarna og drakk alla karlmenn undir borðið löngu áður en Ásta Sigurðar hneykslaði landann. Ég var orðin praktíserandi femínisti áður en orðið svo mikið sem sást í íslensku blöðunum. Ég hafði árum saman stundað „frjálsar ástir“ áður en það hugtak var fundið upp (38). Í háttalagi og orðfari er Herbjörg María oft á tíðum „ókvenleg“ án þess að það þurfi þó að þýða að hún sé „karlmann- leg“. Hún lætur fátt halda aftur af sér; „hvorki kreddur, karlmenn né kjafta- sögur“ (38) og býr þar að ráðum móður- ömmu sinnar sem kenndi henni „snemma að bera ekki of mikla virðingu fyrir karlabauli og sjá í gegnum hluti eins og síðskegg, brjóstmyndir og ein- kennisbúninga“ (47). Hvað þetta varðar – sjálfsákvörðunarréttinn og sjálfstæðið – má vel fallast á að Herbjörg María sé femínisti en hennar femínismi snýst kannski fremur um hana sem sjálfa sem einstakling en að hann sé hugsjón sem varði alla. Hinn sterki vilji hennar markar henni stöðu sem er gjarnan á skjön við þau hlutverk sem konum af hennar kynslóð var ætlað að falla inn í og búseta hennar í ólíkum löndum gerir hana einnig að utangarðsmanneskju eða „förukonu“ eins og hún kemst að orði: Ég var alltaf á skjön. Þannig var það allt mitt líf. Í Argentínu eftir stríð hélt fólk að ég væri þýsk og leit mig hornauga. Í Þýskalandi komust þeir að því að ég hafði verið í Argentínu og litu mig horn- auga. Og heima var ég nasisti, í Ameríku kommúnisti en í Sovétferð sökuð um „kapitalískt háttalag“. Á Íslandi var ég of sigld, í siglingum of íslensk. Og aldrei var ég nógu pen á Bessastöðum, á meðan Bolvíkingar útnefndu mig „príma- donnu“. Með konum drakk ég eins og karlmaður, með körlum eins og drusla. Í ástum var ég of svöng en í hjónaböndum lystarlaus. Ég fittaði andskotann hvergi inn og fann mér því alltaf nýtt party. Ég var ein endalaus förukona og þarna hófst minn flótti. Minn lífslangi látlausi f lótti (121). „Tækifæri kvenna“ Lýsingin á Herbjörgu Maríu, á 477 blað- síðum, hlýtur að setja hana í hóp með athyglisverðustu kvenlýsingum íslenskra bókmennta og hugrenningartengsl við erlendar bókmenntir vakna líka, eins og áður er getið. Gaman væri að gera sam- anburð á Herbjörgu Maríu og Karítas í skáldsagnatvennu Kristínar Marju Bald- ursdóttur; ýmislegt eiga þær sameigin- legt og báðar minna þær stundum á kvenhetjur Íslendingasagna í tilsvörum og háttalagi. Annað skilur á milli þeirra, til að mynda stéttaleg staða sem hefur mikið að segja fyrir hvernig líf þeirra þróast. Kannski má líta á þær tvær sem táknmyndir íslenskra tuttugustu aldar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.