Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 143 annað dæmi um hversu beinskeyttar persónulýsingar Hallgríms geta verið: Hann var el hombre þótt ekki sé ég viss um að hafa elskað hann í raun. En hvernig stóð á því að manneskja eins og ég gat fallið fyrir sædurgi að vestan? Manni sem aldrei hafði siglt nema á sjó og aldrei leit í bók nema væru það íslenskar ævisögur, bókmenntagrein sem ég fyrirleit.[…] Í stjórnmálum var Bæring dæmigerður Íslendingur, ramm- villtur en gargandi hávær. Hans maður var Karvel (356). Margar slíkar glettnar svipmyndir af aukapersónum dregur Hallgrímur upp með hnitmiðuðu myndmáli. Sprengja Einn er sá hlutur sem Herbjörg María skilur aldrei við sig í sinni aumu kör en það er þýsk handsprengja sem faðir hennar gaf henni til að hafa sér til varn- ar á neyðarstundu. Tilvísanir til sprengjunnar eru sem gegnumgangandi stef frá upphafi frásagnarinnar og allt til lokasetningarinnar þegar hún er sprengd í loft upp af „Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar“ í greipum Her- bjargar Maríu sem lét hana ekki lausa fram í rauðan dauðann: „og hvarf þar með tíu fingrum upp til Guðs“. Loka- setningin er athyglisverð. „Tíu fingur upp til Guðs“ er orðtak sem börn við- hafa gjarnan þegar þau sverja að þau séu ekki að ljúga. Er höfundur þarna að gefa umræðunni um mörk sannleika og lygi – eða veruleika og skáldskapar – langt nef? Það er kannski fullábyrgðarlaus ályktun en hitt er víst að Konan við 1000° hefur komið eins og sprengja inn í íslenska bókmenntaumræðu, sem er hressandi. Þegar fjaðrafokinu í kringum umræðuna um mörk skáldskapar og veruleika í skáldsögunni linnir mun verkið án efa öðlast stöðu sem eitt af stórvirkjum íslenskra samtímabók- menna. Herbjörg María er ein sú magn- aðasta persóna sem íslenskir lesendur hafa fengið að kynnast á undanförnum árum, stíll höfundar ein heljarslóðarorr- usta af skopi um leið og undirtónninn er bæði djúpur og sár. Frásögnin er útsýnisflug yfir íslenskt samfélag á tutt- ugustu öld með viðkomu í stríðshrjáðri Evrópu og víðar um heim. Þótt ævi Her- bjargar Maríu sé rauði þráður bókarinn- ar er frásögn hennar sífellt fleyguð með sögum af öðru fólki á ýmsum tíma og í ólíkum löndum. Þetta er skáldsaga sem hægt verður að endurlesa sér til ánægju aftur og aftur því textinn er marglaga og svo vel og skemmtilega skrifaður að hans má njóta vel og lengi. Tilvísanir 1 Benda má þeim sem hafa áhuga á umræðunni um mörk skáldskapar og veru- leika á greinina: „Hann lagði okkur í ræsið á hverri síðu“ eftir Öldu Björk Valdimars- dóttur í Skírni (vor) 2012. Skírnir var ekki komið út þegar þessi ritdómur er skrifaður en 10. maí var frétt um hana á dv.is þar sem fram kom að Alda Björk beini athyglinni að þessum mörkum, efnistökum Hallgríms, umræðu í fjölmiðlum og viðtökum ætt- ingja Brynhildar Georgíu Björnsson. Þá ber hún einnig saman skáldsögu Hallgríms og bók Steingríms Th. Sigurðssonar Ellefu líf, ævisögu Brynhildar. 2 Um þetta má lesa nánar í bók Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur. Rithöfundur Íslands. Skáldskaparfræði Hallgríms Helgasonar. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 2008. 3 Upphafsorð bókarinnar eru: „Ævisaga: Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla kon- unga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall nei nei.“ Guðbergur Bergsson. 1987. Tómas Jónsson. Metsölubók. Reykjavík: Forlagið, s. 7 (2. útgáfa). 4 Sjá nánar formála Guðbergs Bergssonar að 2. útg. bókarinnar 1987.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.