Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 2
2
skekkju en frummyndin, þó ritsjásmiðurinn kafi gert
sjer far um að forðast slíkt. Það eykur og á vand-
ann, að í fyrsta skipti, sem slík ritsjá er samin,
kann ýmislegt af því, sem geta verður, að standa í
svo nánu sambandi við eldri rit, að ekki sje mögu-
legt eða gjörlegt að lýsa því, án þess að lýsa þess-
um eldri ritum líka, einkum ef um merk rit er að
ræða; en þetta tekur upp töluvert rúm, og sje það
takmarkað, þá verður eitthvað að sitja á hakanum.
Þessu er nú einmitt þannig varið með þessa ritsjá.
Jeg hef álitið nauðsynlegra að lýsa nokkuð sumum
eldri ritum, sem hafa mikla þýðingu fyrir álit manna
á bókmenntum vorum, en sem ekki hefir verið skýrt frá
fyrr á íslenzku, heldur en að tína til hverja þá bók
eða ritgerð, sem út hefir komið á árinu 1890 iþess-
ari grein. Jeg læt mjer þvi í þetta sinn nægja, að
geta hjer nókkurra bóka, er snerta oss og bókmenntir
vorar, og sleppi einkum öllum málfræðisritum, sem
nú á tímum eru optast þannig löguð, að álmenning-
ur hvorki getur haft gagn nje gaman af lýsingu á
þeim.
I.
Goðafræðin, eða goðakvæði eða goðasögur, er
elzta grein bókmennta vorra, og er að því leyti
sjálfsögð að skipa öndvegi í þessari ritsjá; en þar
við bætist, að einmitt um hana er nú mestur skoð-
anamunur meðal vísindamanna, og um enga aðra
grein norrænna fræða er nú ritað með jafnmiklum
brennandi áhuga. Goðafræði vor hefir lengi verið
í miklu áliti, og sjerstaklega hefir Völuspá, sem inni-
heldur allan kjarna goðafræðinnar, verið hafin til
skýjanna og álitin meðal hinna allra-elztu norrænna
kvæða. En nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá