Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 4
4
finna margar hugmyndir um hina fornu guði, sem
ekki væri mögulegt að koma í samræmi við goða-
fræði Snorra og hin fornu goðakvæði; en hugmyndir
þær, sem birtust í þjóðsögunum, yrðu menn að álíta
sem hreinar og ómengaðar leifar hinnar fornu trúar.
Árið 1871 var farið að kveða svo rammt að þessu,
að þá lýsti Dr. Jessen (danskur maður) yfir því í
ritgerð á þýzku, að af eddukvæðunum væru að eins
tvö (Skírnismál og Þrymskviða) upprunalega þjóðleg
að efni og framsetning, en öll hin væru hrein og
bein samsuða eða handahófs-tilraunir eptir lærða menn.
Árið 1876 ritaði Dr. H. Petersen (danskur) bók um
hina fornu goðatrú, þar sem hann leitaðist við að
sanna, að upprunalega hefði Þör verið höfuðguð
Norðurlandabúa, en Óðinn hefði ekki hlotið þá tign
fyrr en á víkingaöldinni. En þetta voru nú allt
saman smámunir (því Dr. Jessen hafði ekki reynt
að færa sönnur á sitt málmeð því að sýna, hvaðan
■efnið væri tekið); en um 1880 kastar fyrst tólfun-
um. Þá má segja að renni upp ný öld í söguhinn-
ar norrænu goðafræði, og skipast menn nú í fylk-
ingar og berjast um það, hvort eddukvæðin beri að
álíta sem alnorræn að upphafi eða sem stæling eptir
hinum og þessum útlendum ritum. Þessi orusta
stendur enn, og nú hvað hæst, og er vant fyrir að
sjá, hverjir sigrast muni.
Fyrst kemur Norðmaður einn, Dr. Bang, fram
ú, vígvöllinn með ritgerð, sem heitir: »Vvluspaa og
■de Sibillinske Orakler« (1879), þar sem hann leitast
við að sanna, að Völuspá sé í rauninni kristilegt
kvæði, klætt í fornan búning, í alveg sama stýl og
hin svonefndu Síbyllukvæði eða Síbylluspár, og til-
færði eigi allfá dæmi því til sönnunar, með því að
hera saman ýmsa kafla úr Völuspá og kafla úr ýms-