Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 5
5
um Sfbyllukvæðum. Áleit hann, að Norðurlandabú-
ar hefðu kynnzt Síbyllukvæðunum á 9. öld á Irlandi
eða fyrir vestan haf. Á móti þessari skoðun Bangs
ritaði meðal annars Dr. Rydberg (sænskur) ogleiddi
rök að því, að mestu líkur væru til, að Sibyllukvæð-
in hefðu alls eigi verið kunn á Irlandi á 9. öld, og
þó eigi væri hægt algerlega að þverneita því, að
mögulegt væri að eitthvert þeirra kynni að hafa
slæðzt þangað, þá »hefði sá mögulegleiki ekki meira
gildi fyrir vísindin en sá mögulegleiki, að eitthvert
búverkafjelag (mejeríbolag) á reikistjörnunni Marz
hefði í fyrra gefið af sjer 171/2°/o til hvers hluthafa
i Qelaginu«.
En Bang var að eins sem merkisberi, sem fyrst
birtist á vígvellinum, en rjett á eptir honum kom
sjálfur herforinginn, og það er nú karl í krapinu,
sem með lærdómi sínum og skarpskyggni ber ægis-
hjálm yfir öllum þeim, er norræn fræði stunda. Þessi
maður er Dr. Bugge, prófessor við háskólann iKrist-
janíu, sem hefir unnið því nær eins marga sigra á
orustumörku norrænna vísinda, eins og Napóleon á
vígvellinum. Bugge er frægastur allra norrænufræð-
inga, og hefir lengi verið af mörgum álitinn ósigr-
andi, en nú álita aptur margir, að ekki geti hjáþví
farið, að hann bíði ósigur í þessu stríði, af því að
hann hafi (eins og Napóleon) hætt sjer of langt. En
þar sem þetta stríð er nú orðið lengra en sjöára-
stríðið, þá litur út fyrir, að úr því ætli að verða
þrjátíuárastríð eða meira, og eru því mestu líkur til,
að Bugge verði kominn undir græna torfu, áður en
þvi lýkur og úr því verður skorið, hver sigrazt hafi.
Bók Bugges heitir: »Um uppruna hinna norrænu
goða- og hetjusagna* (Studier over de nordiske Gade-
og Héltesagns Oj>rindelse), og kom hún út í þremur