Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 6
fi
heptum, hið fyrsta 1881,' annað 1882, en hið þriðja
ekki fyrri en 1889. Skoðun sú, sem prófessor Bugge
setur fram í þessari bók, er í stuttu máli sú, að hin-
ar norrænu goða- og hetjusögur eigi að mestu eða
miklu leyti rót sína að rekja til sagna, er norrænir
víkingar hafi numið fyrir vestan haf á 9. og 10. öld,
og sem sumpart hafi stafað frá trú Gyðinga og krist-
inna manna, en sumpart frá hinum fornu goðasögum
Grikkja og Rómverja. En þessar sagnir, sem hafi
verið hinn upprunalegi vísir, hafi svo norrænir fræði-
menn og skáld lagað og fágað í hendi sjer, eins og
þeim þótti bezt við eiga. Af því að bók Bugges er
svo afarmerkilegt rit, þá ætla jeg að reyna að setja
hjer dálítinn útdrátt úr því, þótt hann auðvitað hljóti
að verða mjög ófullkominn, þegar það á að segjast
i fáum línum, sem í bókinni er sagt á mörgum blöð-
um.
Inngangur eða almennar athugasemdir.
Ekkert hinna norrænu goðakvæða getur verið
eldra en frá 9. öld. Þetta má sjá bæði á máli kvæð-
anna og bragarbygging þeirra. Enn fremur má af
mörgum útlendum orðum, sem koma fyrir í kvæð-
um þessum, sjá, að þau eru ekki eldri en frá þeim
tíma, er vikingaferðir hófust til Vesturlanda. í kvæð-
um þessum koma fyrir latnesk orð, sem eptir mynd-
um þe^rra að dæma virðast að vera komin tilNorð-
urlanda frá Englandi (t. d. kdlkr, lat. calix, engils.
calic, calc; gimr, lat. gemma, engils. gim o. s. frv.),
enn fremur upprunalega ensk (t. d. víkingr, engils.
wicing, sœing, engls. sæccing, veig o. s. frv.), og írsk
orð (t. d. krás, ír. crois, cráes, o. s. frv.).1 Það er
1) Seinna heíir þá Bugge látib í ljósi nokkurn efa um, að
skoðun sín á uppruna sumra þessara orða væri rjett.