Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 8
8
Marz og Venus ogástabrall þeirra. En sú mvnd, sem þessf
saga hefir fengið á Norðurlöndum, sýnir, að hún heíir
gengið gegn um kristna kennimenn, því þeir einir-
hafa tekið það fram, að Marz og Venus hefðu verið
syskini, auðsjáanlega í því skyni, að vekja meiri and-
styggð á hinum heiðnu guðum. Þegar Þör veiðir
Miðgarðsorminn, þá er það frásögn sú, sem mjög var
almenn á miðöldunum, að Guð eða Kristur hefði
veitt Levíathan, sem menn hugsuðu sjer alveg eins.
og Miðgarðsorminn. En hjer er grísk frásögn runn-
in saman við þá kristnu. Að því leyti er Þór hjer
sama sem Herkúles og Hýmir er Oeneus (seinna líka
ritað Yneus), en hjá honum barðist Herkúles við
Achelous, sem brá sjer í ormslíki og slapp úr hönd-
um Herkúlesar, með því að renna burt sem fljótandi
Vatn. Allt varð hjer að einu, Achelous, Leviathan
og Miðgarðsormurinn, sem allt táknaði hafið. I
Hýmiskviðu er Týr látinn vera sonur Hýmis (þó
hann annars sje sagður sonur Oðins), sem kemur af
því, að Oeneus átti son, sem hjet Tydeus.
Sagan um Örvar-Odd á líka upprunalega rót
sina að rekja til Herkúlesar. Báðir eiga þeir örvar,
sem ávallt hitta, kylfu, sem þeir berjast með, og
geta drukkið án afláts. Báðir fara viða. 0. er
kallaður enn víðförli, H. vagus. Báðir eru hærri1
en aðrir mennskir menn: 0. 7 álna, H. 7 feta. Stýri
Odds brotnar í stórsjó og hann gengur á land með'
Hjálmari fóstbróður sínum, til þess að höggva sjer
efnivið í nýtt stýri í skóginum. Herkúles brýtur ár
sina og gengur á land ásamt fjelaga sinum Hylas,
og fara þeir til skógar til þess að gera við árina.
Nafnið á fóstbróður Odds, Hjálmar, heflr í alþýðu-
munni (ved folkeetymologi) myndazt úr Hilam, þolf.
af Hilas eða Hylas. Nafnið Örvar-Oddur er sama.