Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 9
9
sem Herkúles. Hann hjet á Englandi Ercol. Þetta
nafn hafa Norðurlandabúar skilið svo sem það væri
samsett: erc-Ol, og hefir sagan um hinar ágætu örv-
ar H. stutt að því. Þeir þýddu nú erc- með örvar-
(sem það og þýðir), en breyttu 01 i Oddur, bæði af
því það líktist i framburði og eptir þýðingu sinni
átti vel við örvar- sem fyrri lið samsetningar (sbr.
Tröllhœna = Triduana, og Olger = Oddgeir).
Kvæðin um Helga Hundingsbana eiga rót sína
að rekja til frásagna. um Méleager. Um fæðingu
Helga er kveðið: »Nótt varð í bæ, | nornir kvámu,
| þærs öðlingi | aldr of skópu; | þann báðu fylki |
frægstan verða | ok buðlunga | beztan þykkja«. Um
fæðing Méleagers segir Hyginus svo frá: Örlaganorn-
irnar birtust í konungsgarðinum, og skópu honum
aldur; Clotho kvað hann skyldu vera manna göfg-
astan, og Lachesis skapaði honum hreysti. Sigrún,
unnusta Helga, er valkyrja, ríður til viga hervædd
með hjálm og spjót og gengur í orustu með Helga.
Þannig er Atalanta, unnusta Meleagers, nymfa (land-
vættur) Diönu (o: veiðidís) og berst með Meleager
vopnuð sem karlmaður.
Rit þau, er sagnir þær, sem Norðurlandabúar
heyrðu fyrir vestan haf, eiga rót sína að rekja til,
hafa optast verið latnesk, sumpart guðfræðisleg (t.
d. helgisögur og lofsöngvar um krossinn, Nikodem-
usar guðspjall, Vindicta Salvatoris o. s. frv.), sum-
part skýringar yfir rómversk og grísk fornrit (t. d.
skýringar yfir Virgil og söfn af goðasögum, sem
standa 1 sambandi við þess konar skýringar). En
þessar sagnir hafa opt verið herfilega misskiidar,
ekki að eins af Norðurlandabúum, sem heyrðu þær
munnlega, heldur einnig af hinum ensku og írsku
munkum. Þannig skýrist Hlöðyn sem nafn á móður