Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 11
11
'misskilningur hefir meðfram orðið af því, að í hinni
íslenzku sögu er frásögninni um Herkules hjá Geryon.
blandað saman við frásögnina um baráttu Akkilles-
ar við fljótið Xanthus (hjá Hómer í Ilíonskv. 21,
233 o. s. frv.). Þegar hin sogandi straumiða óx
umhverfis um Akkiiles og hann enga fótfestu gat
fengið, þá þreif hann í álmvið, sem stóð á fljóts-
bakkanum, og komst þannig upp úr ánni, þótt álm-
nrinn losnaði upp með rótum.
Eptir þenna inngang leitast höf. við að sýna,
livaðan sagnir þær, sem til eru um Baldur, sjeu
runnar. Þessar sagnir koma einkum fram í tveim
myndum, og er aðra þeirra að finna í islenzkum rit-
um, en hina í dönsku riti, sem þó er ritað á latínu,
nefnilega í Danmerkursögu hins danska sagnaritara
Saxa, sem að auknefni kallast Grammaticus. Þess-
um kafla skiptir höf. í 4 greinir.
I. Um Baldur í íslenzkum ritum og að hverju
leyti sagnir þeirra um hann eiga skylt við frásagnir
um Krist. Sagnir Islendinga um Baldur eru sam-
bland af ýmsum frumsögnum, sem að uppruna eru
mjög svo frábrugðnar; og er önnur megingrein þeirra
kristileg að uppruna. Frásögnin um Baldur í Völu-
spá og Snorra Eddu á að nokkru leyti rót sína að
rekja til hugmynda og frásagna kristinna og hálf-
kristinna manna um Krist. Sjálf lýsingin á Baldri
í Gylfaginningu minnir greinilega á lýsingu krist-
inna manna á Hvíta-Kristi. Hinn blindi Höður, bani
Baldurs, er hinn blindi Longinus, sem rak spjótið i
síðu Krists, því á miðöldunum sagðist mönnum al-
mennt svo frá, einkum Englendingum og Irum, að
Kristur hefði fyrst dáið af þvf, svo að spjót Long-
inusar svarar að þvl leyti til Mistilteinsins. En að
öðru leyti hefir ruglingur orðið á sögunni um Mistil-