Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 14
14
dregur það til þess, að þeir berjast um hana. Að^
eins eitt sverð getur unnið á Baldri og hefir Höður
komizt yfir það. Hann ber því fyrst sigur úr být-
um, þrátt fyrir það, að sjálf goðin berjast með
Baldri, og gengur þvf næst að eiga Nönnu. Seinna
bíður hann hvað eptir annað ósigur fyrir Baldri, en
fellir hann þó að lokum. Búi sonur Oðins og Rind-
ar hefnir Baldurs og vegur Höð, og verður Hrærek-
ur sonur hans konungur í Danmörku eptir hann.
Þær sagnir, sem liggja til grundvallar fyrir
frásögn Saxa um Baldur, eru þannig langtum eldri
en hinar íslenzku, og má af þeim sjá, að uppruna-
lega á Baldur ekkert skylt við Krist. Sá Höður,
sem eptir frásögn Saxa vegur Baldur, er uppruna-
lega hinn tróverski konungsson París eða Alexand-
er, sem drepur Akkilles. Höðr — þannig mætti rita
nafnið til aðgreiningar frá Heði í Eddu — er ekki
guð, heldur mennskur konungsson; hann er ekki
blindur og ekki bróðir Baldurs. Höðr var þegar á
unga allri meistari í alls konar strengleikum og
hörpuslætti, eins og Paris, og sömuleiðis er sagt um
báða, að þeir hafi verið mjög mælskir. Báðir taka
öllum jafnöldrum sínum fram, bæði að afli og alls
konar iþróttum, sjerstaklega skotfimi. Nanna unn-
usta Haðar er Oenone, fyrri kona Parísar. Gefr fað-
ir Nönnu er Cebren, faðir Oenone. Baldur er Akk-
illes, sem Paris á að hafa fellt. Bæði B. og A. eru
því nær ósærandi; B. má að eins særa með einu á-
kveðnu sverði, A. á einum ákveðnum stað. Baldur
er sonur Oðins, eins og A. er afspringur Júppíters
o. s. frv. En þó Nanna sje sama nafnið og Oenone,
þá eru þó sumar sagnir um Helenu heimfærðar upp
á hana, svo að 0. og H. hefir verið blandað saman.
Að Baldur elskar Nönnu, á rót sina að rekja til yngri