Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 15
15
griskra sagna um ást Akkillesar til Helenu. Eptir
dauða Baldurs spyr Óðinn spámenn til ráða um,
hvernig sonar hans megi hefnt verða. Eins spyrja.
Grikkir eptir dauða Akkillesar guðina um það,
hversu hans megi hefnt verða. Búi, banamaður
Haðar, sem hefnir Baldurs, er Ajax, banamaður
Alexanders, sem hefnir Akkillesar. Þegar Norður-
landabúar hafa heyrt íra segja þessa sögu, hefur
þeim skilizt svo, sem nafnið Ajax væri hið sama og
hið írska orð aithech, sem þýðir bóndi — af þvi
Ajax og aithech liktist i framburði —, ogþví hafa
þeir þýtt það með nafninu Búi, sem var vanalegt
nafn og þýddi hið sama. Rindur, móðir Búa, er
Rhene, móðir Ajax Oileussonar. Að Höðr sje París
má einnig ráða af nafninu sjálfu. í framburði íra
gat p í París ekki haldizt; þeir hafa sagt Arís, en
nú hjet orustuguðinn lika Aris (Ares). og þeim var
því blandað saman, og þess vegna þýddu Norður-
landabúar nafnið og kölluðu banamann Akkillesar
Höð, sem þýðir orustu eða orustumann.
III. Að hverju leyti frásögn íslendinga um Bald-
ur á skylt við sagnir um Akkilles. I þessum þætti
vill höf. sanna, að upprunalega stafi sagnir íslend-
inga um Baldur líka frá sögnum um Akkilles, eins
og sagnir Dana, en munurinn sje sá, að hjá Islend-
ingum sjeu sagnir um Akkilles og Krist runnar sam-
an í eitt, svo að þeir sjeu orðnir að einni og sömu
persónu. Þó að t. d. Frigg sem móðir Baldurs
svari að sumi leyti til Maríu, móður Krists, þá svar-
ar hún aptur að sumu leyti til Þetísar, móðir Akk-
illesar. Eins og Frigg sjer um, að Baldur verði ó-
særandi nema með einu móti, eins gjörir Þetís Akk-
illes ósærandi með því að dýfa honum niður í ána
Styx. Eins og Friggbýr í Fensölum, eins býr Þetís