Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 16
16
á mararbotni. Þó að Loki svari að sumu leyti
til Lucifers, þá svarar hann að sumu leyti til App-
ollós. Eins og Höður skaut að Baldri að tilvísun
Loka, eins beindi Appolló skeyti Parisar, er hann
skaut á Akkilles. I írásögn Islendinga heitir hefn-
andi Baldurs Váli eða Ali. Hefnandi Akkillesar er
opt nefndur Ajax Oileus (o: Oileusson), sem einnig
finnst ritað Oleus, og úr þessu hafa Norðurlandabúar
gert Óli, sem svo hefir breytzt i Ali og Vdli (eins
og t. d. Romn-alus úr Romulus). Islendingar nefna
þannig að eins kenningarnafnið Oileus (eins og t. d.
Trefill í Laxd. fyrir Þorkell trefill o. s. frv.), en
Danir nefna að eins nafnið sjálft (Ajax = Bui), en
sleppa kenningarnafninu.
IV. Hve viöa hafa sagnir um Baldur verið
kunnarí Eptir að hafa rannsakað þetta kemst höf.
að þeirri niðurstöðu, að sagnir um Baldur hafi verið
kunnar um öli Norðurlönd, en sjeu þangað komnar
á 9. öld frá Norðurlandabúum á hinum brezku eyj-
um. Hins vegar segir hann, að heiðnar þjóðir í
Miðþýzkalandi hafi alls eigi þekkt þann guð, sem
Islendingar kalli Baldur, og bendi það til, að hann
sje ekki upprunalegur í hinni germönsku goðatrú.
I öðrum aðalkafla bókarinnar leitast höf. við að
sýna, hvaðan sagnirnar um Óðin á gálganum og
Yggdrasilsask sjeu runnar, og kemst hann að
þeirri niðurstöðu, að þær eigi rót sína að rekja til
sagna um Krist og krossfesting hans. Þessi kafli
skiptist í tvo þætti, sem aptur greinast í smærri
greinir.
A. Óbinn á gálganum. Óöinn er í þessari frá-
sögn sama og Kristur, og hið helga trje eða gálginn,
sem hann hjekk á, er krossinn, sem bæði í hinni
gotnesku biblíuþýðing og víðar er kallaður gálgi. I