Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 17
17
í forneskju kvæði einu er t. d. sagt um Krist, að hann
hafl látizt »á gálga« (on gealgan). Nafn Oðins Hangi
(o: sá sem hangir) finnst einnig brúkað um Krist á
fornensku. Oðinn hjekk geiri undaður á gálganum
eins og Kristur var sœrður (vulneratus, sbr. á forn-
ensku, að Longínus gewundede — særði hann) með
spjóti (á forne. géres ordon — geirs oddum) á kross-
inum. Oðinn hjekk á trjenu, gepnn Oðni, sjálfur sjálf-
um sjer, eins og Kristur fórnfœrði sjálfum sjer, »gaf
sig sjálfan út Guði« o, sjálfum sjer, þvi hann og
faðirinn voru eitt (sbr. Jóh. 10, 30: »Eg og Faðir-
inn, við erum eitt«). En auk þess sem öll lýsing
hinna einstöku atriða kemur heim við lýsinguna á
krossfesting Krists, þá er einnig annað, sem bendir
á þenna uppruna. Sá dauðdagi, að vera hengdur á
gálga, var frá alda öðli af öllum germönskum þjóð-
um álitinn hinn versti og ósæmilegasti, sem ekki
var búinn öðrum en þrælum, svikurum og hertekn-
um fjandmönnum. Það er því ekki vel hugsanlegt,
að hinir heiðnu Norðurlandabúar hefðu látið hinn
æðsta guð sinn verða fyrir slíkri niðurlæging, ef
kristnar hugmyndir hefðu ekki haft áhrif á þessar
sagnir. Loddfáfnir, sem segir frá því eptir sögn
Oðins, er hann hjekk á trjenu, á rót sína að rekja
til frásagna i Nikódemusar guðspjalli um bræðurna
Leucius og Karinus, sem áttu að hafa risið upp á-
samt Kristi og sagt frá dauða hans og upprisu. I
frásögninni um Oðin eru bæði þessi nöfn orðin að
einu, og er Loddfáfnir þýðing af þeim. Leucius er
stundum afbakað 1 Lentius í latneskum handritum,
sem menn álitu að væri myndað af lentus — loðandi
við. Karinus hjeldu menn, að væri myndað af carus
— kær, og þýddi því þann sem menn unna. Nú
álitu menn, að Lentius Karínus væri nafn á sama
2