Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 18
18
manninum og þýddu það því með Loddfáfnir (lodd —
af loða — lodda; fáfnir f. eldra fámnir, og það breytt
úr faðmnir, sbr. faðmr og feðma). Þar sem sagt er
um Oðin í Hávamálum 139, að hann hafi fallið nið-
ur af gálganum og síðan (í v. 145) »risið upp og
komið aptur«, þá svarar það til greptrunar Krists.
og upprisu. Nafn Oðins Þundur er latneska orðið
dominus, á miðaldalatínu donnus, sem er brúkað um
Krist.
B. Yggdrasils aslcur. Yggur er eitt af nöfnum
Oðins. Yggdrasill þýðir því hestur Óðins o: gálginn,
sem hann hjekk á, og táknar þannig Jcrossinn, sem
í riti einu frá miðöldunum einmitt líka er kallaður
hestur Krists. Yggdrasill er kallaður hár haðmur
og í fornensku kvæði er krossinn og kallaður héah
héam. Yggdrasill »stendur æ grænn yfir Urðar-
brunni, ausinn hvita auri«; þetta kemur heim við
hugmyndir manna á miðöldunum um krossinn, sem
er lýst eins og trje, og sagt, að frá rótum þess renni
lind eða uppspretta. Krossinum er opt blandað
saman við »lifsins trje« og opt kallaður þannig.
Samkvæmt helgisögum miðaldanna um »kross-trjeð«
sá Seth i miðri Paradís stórt trje, er stóð yfir skín-
andi tærri lind, og þar vóru upptök þeirra fjögra
stórfljóta, sem Qellu úr Paradís. Þessa lind við ræt-
ur krossins eða lífsins trjes skildu menn opt svo, að
hún væri jarteiknan eða merki (syrnbol) skirnarinn-
ar. Urðarbrunnur er sama nafnið og Jórdán (sbr..
að Eilífur Guðrúnarson á seinni hlut 10. aldar segir,
að Kristur sitji »sunnr at Urðarbrunni,® en Sighvatur,
sem er yngri og betur þekkir til, heldur hinu út-
lenda nafni óbreyttu og kallar Krist »Jórdánar
gram«). Jördán finnst rituð Jurdan i fornensku riti
og í norrænu fellur bæði j (eins og t. d. i ungur