Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 19
19
= engils. geong, giung eða iung) og endingin an nið
ur (eins og t. d. í ErmlancL = Armenia og Serlcir =
Saraceni, sbr. Óðr = Adon). Hvað seinni lið sam-
setningarinnar snertir, þá má geta þess, að brunnur
er stundum í norrænu brúkað í sömu þýðingu og
laekur, enda er það hjer um bil sama orðið eins og
hið engilsaxneska orð burne (= lind, straumur, læk-
ur), sem finnst brúkað um Jórdán. En Jórdán, sem
Frelsarinn var skírður i, getur jarteiknað skírnar-
vatnið. Þar sem það er tekið fram um vatnið í
Urðarbrunni, að það sje svo tært (hvitt) og heilagt,
að allir hlutir, sem í það komi, verði hreinir og
hvítir sem skjall, þá jarteiknar það hinn hreins-
andi krapt skírnarvatnsins, sem af þvær alla synd
og sekt og yngir upp hið barnslega sakleysi í
mannseðlinu. Svanirnir, sem fæðast í Urðarbrunni,
geta átt rót sína að rekja til dúfunnar, sem kom
yfir Krist, er hann var skirður og steig upp úr ánni
Jórdán. Það er á mörgum stöðum tekið fram, að
þessi dúfa hafi verið hvit, enda var þessi litur sjálf-
sagður samkvæmt hugmyndum manna um skirnina.
En nú þekktu menn á Norðurlöndum til forna enga
aðra dúfu en villidúfuna, sem ekki var hvít, og
þetta gat leitt til þess, að dúfan hjá hinum heiðnu
Norðurlandabúum breyttist í svan í þessari frásögn.
Menn löguðu opt frásagnir í hendi sjer, eptir þvf
sem betur átti við f þeirra byggðarlögum. Þannig
er Herkúles i Trójumannasögn klæddur vargstakki i
staðinn fyrir Ijónshúð, og í ensku kvæði einu er
djöfullinn ekki látinn öskra sem Ijón, heldur orga
sem bjarnarungi. Að svanur geti i slikri frásögn
sem þessari verið kominn í staðinn fyrir dúfu, er
því líklegra, sem það orð, sem á einu máli þýðir
dúfu, getur á öðru máli þýtt svan.
s*