Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 20
20
Yggdrasill er »allra trjáa mestur og beztur«;
sama er optsagt umkrossinn (»aller holze beszista»).
»Limar hans standa yfir himni« o: ná til himins;
sama er sagt um krossinn og lífsins trje, sem á mið-
öldunum er blandað saman við hann og táknar hið
sama; í þýzku kvæði, þar sem krossinum er lýst
sem trje, segir: »toppur þess snertir hástól himins-
ins« (sin tolde riieret an den tron) og í öðru kvæði frá
970 stendur: »endi krossinn þar að ofan hann veit
upp i himnana« (thes krvces horn thur obana, that
zeigbt uf in himila). »Limar Yggdrasils breiðast
(dreifast) um allan heim (öll lönd)«; sama er víða
tekið fram um krossinn og lífsins trje, að greinar
þess breiðist um allan heiminn (t. d. »ramos edidit
et totum spargens porrexit in orbem«). »Hel býr undir
•einni rót Yggdrasils« og »ein rót hans stendur yfir
Niflheimi«. Við þetta má bera saman þá hugmynd
um »krosstrjeð«, að rót þess nái niður í undirheima,
heim hinna dauðu (inferna, á fornþýzku helle, sem
líka er skilið um helvíti). í þýzkri gátu um kross-
inn stendur t. d.: »sin icurzel kan der helle grunt
erlangen«, og í riti, sem eignað er Alcuin, stendur:
»inferior [pars] terrae inhaereat fixa, infernorum ima
contingat«. Allt bendir þannig til þess, að sagnirnar
um Yggdrasil eigi rót sína að rekja til sagna um
»kross-trjeð«.
Þetta er aðalefnið í bók Bugges; en eins og
gefur að skilja er það hvað framsetninguna snertir
eins og hrat, sem allt fína mjelið er sigtað úr með
sáldi. Það er ólíkt, hvað sannanir Bugges taka sig
vel út í sjálfri bókinni, þegar allir þeir mörgu sam-
tengingarliðir og aukaatriði eru tekin með, sem hjer
hefir orðið að sleppa. Bók Bugges er alls um 580