Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 21
21
bls., og geta raenn af því getið sjer til, hve miklu
jeg muni hafa orðið að sleppa.
Það þóttu stórtíðindi í heimi vísindanna, er þessi
bók kom út; það hafði áður borizt út um allt, að
Bugge væri að semja bók um uppruna hinna nor
rænu goða- og hetjusagna, og af því að menn höfðu
átt góðu að venjast frá hans hendi, gerðu menn sjer
miklar vonir um þetta rit, enda var bókin, jafn-
skjótt og hún kom út, útlögð á þýzku, svo að fleir-
um gafst kostur á að lesa hana en þeim, er Norð-
urlandamál kunna. Menn lásu bókina með miklum
áhuga, en eptir lestur hennar skiptist það heldur
en eigi í tvö horn, hvorn svip menn settu upp.
Sumir vóru hinir glöðustu og kváðu bókina mjögr
sverja sig í ættina, og mundu óefað hafa mikinn.
sannleik að geyma. En á suma kom aptur heldur
en ekki gremjusvipur, og fannst fátt um. Kváðu
þeir bókina alls ekki sanna það, sem höfundur henn-
ar ætlaðist til, en hins vegar væri hún afarhættuleg,
þar sem hún bæði væri eptir jafnfrægan vísinda-
mann og óneitanlega væri ritin með afarmiklum lær-
dómi, og gæti því sannfært ýmsa, sem eigi hefðu
sjálfstæða rannsókn við aðstyðjast í þessum fræðum;
hins vegar væri hjer einmitt ráðizt á það, sem menn
hingað til hefðu álitið fullkomnast og helgast í norr-
ænum fræðum, og reynt að sýna, að það væri að
mestu leyti lánsfjaðrir. Það væri því hin mesta
nauðsyn, að skrifa sem fyrst á móti slíku.
Menn gengu þannig i sveitir, og var önnur með
kenningum þeirra Bangs og Bugges, en hin á móti
þeim. Einkum var kenning þeirra vel tekið á Þýzka-
landi af ýmsum, t. d. prófessor Brenner, Dr. Edzardi,
prófessor Maurer og prófessor Gering. En ennfleiri
voru þeir, sem risu öndverðir við þessum kenning-