Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 23
23
kosti að því leyti snertir oss íslendinga sjerstaklega,
að það eignar oss hið fræga kvæði Völuspá.
Það er eins með þessa bók eins og með bók
Bugges, að það er mjög erfitt að skýra frá innihaldi
hennar svo í nokkru lagi sje, því bókin er bæði stór
og efnismikil. Hún er áframhaldandi skýring yfir
Völuspá, visu fyrir visu, og hingað og þangað er
skotið inn smáþáttum um önnur eddukvæði og um
Eiríksmál. Höf. leitast nú við að sanna, að þessi
kvæði sjeu opt og einatt jafnvel í smáatriðum og
orðatiltækjum nauðalík ýmsum kristnum ritum á
meginlandinu, sem sum sjeu ekki eldri en frá hjer
um bil 1100. Hann vill því álita, að kvæðin sjeu
byggð á þessum ritum. Þau rit, sem flest virðist
tekið úr, eru þessi: Af bókum »Hins gamla testa-
mentis*: Genesis (Fyrsta Mósesbók), Esekíel, Esajas
og Lofkvœðið, og af bókum »Hins nýja testamentis*:
Guðspjöllin og Opinberunarhókin. Af óáreiðanlegum
biflíubókum: Enoksbók og Nikódemusarguðspjall. Af
kirkjufeðrunum: Ambrosíus og Híerónýmus. Af yngri
höfundum: Gregorius mikli og fsidórus. En lang-
mest er þó tekið úr ritum hins lærða guðfræðings
Hónóriusar frá Augustodunum (nú: Autun), sem er
höfundur að Elucídaríus og mörgum fleiri fræðirit-
um, sem á miðöldunum dreifðust um allt og líka
hjer um Norðurlönd. í þessu efni eru það þó eink-
um tvö af ritum hans, sem sjerstaklega koma til
greina, nefnilega »Skýringar hans yfir Lofkvæðið»
og »Kirkjuskuggsjá« hans, sem eru ritin milli 1100
og 1125. Hjer skulu nú nefnd nokkur dæmi.
Hin íslenzka goðaþrenning Óðinn, Vili og Vé
(o: hinn heilagi) minna greinilega á þrenning mið-
aldaritanna: Föðurinn, Voluntas Dei (o: »Guðs vilji«,
sem opt er brúkað um Soninn) og Heilagan Anda.