Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 24
24
Eptir því sem segir í Snorra-Eddu, skapa þessir þrír
guðir hinafyrstu menn, karlmanninn yl.s't (sbr..d<i«?n,)
og konuna Erriblu (sbr. Evu). Á miðöldunum álitu
menn einnig, að öll þrenningin hefði tekið þátt i
sköpunarverkinu, sem menn rjeðu af orðunum í Ge-
nesis: »Látum ossgjöra® (faciamus). I Genesis segir,
að Faðirinn hafl gefið manninum »lifandi anda«
(spiraculum vitae) og »lifandi sálu« (animam viven-
tem), eins og Óðinn gaf honum »önd« (o: andardrátt)
og »líf«. Eptir því sem Hónóríus og aðrir miðalda-
guðfræðingar segja sköpunarsöguna, gaf Sonurinn
manninum »skvn« eða »vit« (intellectus), eins og Vili
gaf honum »óð« eða eptir því sem Snorri orðar það
»vit«. Heilagur Andi gaf manninum »lífsyl« (calo-
rem), »íþróttir» (artificia), og »alls konar tungur«
(genera linguarum), eins og Vé gaf honum »lá« (yl),
»góða litu« (fagran litarhátt) og »læti« (röddoglima-
burð), eða með orðum Snorra »ásjónu, málit ok
heyrn ok sjón». Æsirnir eru aldrei kallaðir »ástgir«
nema i þessu sambandi einu, alveg eins og menn
álitu, að kærleiki guðs hef ði einkum sýnt sig í sköp-
uninni. í staðinn fyrir Vilja og Vé í sköpunarsögu
Snorra, nefnir Völuspá Hæni og Lóður; það eru Enok
og Elías, sem að frásögn ýmsra miðaldarita áttu
nokkurn þátt í sköpuninni eða voru hafðir til að-
stoðar við hana. Eins og Enok og Elías verða hafnir
lifandi til himins, eins deyja Hænir og Lóðurr held-
uraldrei, heldur lifa þeir eptir Ragnarökkur. Hænir
er »hræddastur Ása«; eins ersagt um Enok, að hann
æpi og falli í ómegin, er hann er á gangi með Guði
og englunum. Æsir senda Hæni sem gisl til Vana,
en hann kemur þar mjög fávíslega fram (sbr. orð-
tæki hans: »ráði aðrir«); líkt á sjer stað með Enok,
er hann reynir að miðla málum í ófriði hinna föllnu