Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 26
26
Völuspá um »óðs rhey, gefna ætt jötuns», og frásögn
Snorra um smiðinn (sem var bergrisi), er bauð að
gera Ásum borg, en mælti sjer það til kaups, að
hann skyldi eignast Freyju; en er hann fjekk eigi
kaup sitt og færðist í jötunmóð og ætlaði að ógna
guðunum, þá »sendi Þórr hann niðr undir Niflhel«.
»Hin herleidda sál« (captiva anima) grætur Krist
eins og Freyja mann sinn Óð, enda bendir nafnið
Óður til þess, að hann eigi eitthvað skylt við Vilja,
sem sköpunarsagan segir, að hafi gefið manninum
óð. Anima (sálin, bráður Krists) er eins og Freyja
á sifelldu flakki og grátandi að leita að manni sín-
um. Dætur Oðs og Freyju heita Hnoss og Gersimi;
þessi nöfn tákna auðsjáanlega sama og gullskraut
það eða gersimar, sem sagt er að brúður Krists
(Anima) fái, er hún hefir fundið elskhuga sinn.
Eptir því sem segir i Enoksbók, þá var Azazel
einna fremstur í flokki hinna föllnu engla eða upp-
reistarenglanna, og hann er í mörgu afarlíkur Lolca.
EinsogLoki geturhannaf sjer þrenns konar skrímsli:
»Giganta, Nephelim og Eliud« (sbr. »Eljúðnir heitir
salr hennar« [o: Heljar, dóttur Loka] í Eddu, sem
virðist skritið nafn í norrænu máli). Bæði Azazel
og Loki ljósta upp leyndarmálum himinbúa; báðir
eru þeir hættulegir kvennabósar og eiga báðir sam-
ræði við jarðneskar konur og koma öllu illuaf stað
á jörðunni, sem að lokum leiðir til syndaflóðsins (sbr.
Hyndluljóð 41—42). Azazel bregður sjer i hests-
líki, Loki í merarlíki, er hann bar Sleipni. Loka er
hegnt með því að hann er bundinn yfir þrjár hellur,
reistar á egg »und hvera lundi« (o: katla-lundi). Sömu
hegning sætir Azazel; hann er lagður á hvassydda
steiha i Dudael (= Guðs katli). Eins og Váli, son-