Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 28
28
jötuns | sexhöfðaðan son«), þá eru það þær »sex
hofoþ svnþer« (sex höfuðsyndir), sem Adam eptir þvf
sem segir í Elucídaríus á að hafa drýgt.
Nafnið Heimdallur er saman sett af heimur og
lýsingarorðinu dallur (á engils. deall = skær, skín-
andi, ljós) og þýðir þannig: »sd sem lýsir yfir heim-
inum», enda er hann guð regnbogans. Sjálft nafnið
minnir því á Krist: »ljós heimsins«. í Hyndluljóð-
um segir um Heimdall, að hann »varð einn borinn
| í árdaga«, eins og Kristur er kallaður »einborinn«
(unigenitus—eingetinn) og »frumborinn« (primogenitus
og »af föðurnum getinn fyrir allar aldir« (ex sub-
stantia patris ante saecula genitus). Eins og Kristur
er fæddur af Mariu mey, eins »báru niu meyjar«
Heimdall. Heimdallur er kallaður »naddgöfugr«; það
lýtur að spjótinu, sem stungið var i siðu Krists.
Heimdallur er sagðr »sif sifjaðr sjötum görvöllum«
(o: skyldur öllum mönnum), eins og Kristur er bróðir
vor allra (sbr. Völuspá: »megir Heimdallar«=mann
kynið, og »helgar Tdndir«, þar sem »helgar« ekki
þýðir »heilagar», heldur »friðhelgar, friðþægðar, end-
urleystar). I Gylfaginning segir, að regnboginn (Bif-
röst) sje með þrem litum, enda var það almennt á-
lit á miðöldunum. Þessir litir voru: grœnn, blár og
rauður, sem svöruðu til hinnar grænu jarðar, hins-
bláa vatns og hins rauða blóðs. Eins og það nú
samkvæmt skoðun manna á miðöldunum var eink-
um þrennu að þakka, að Kristur gat framkvæmt
sitt mikla ætlunarverk, nefnilega: sínum jarðneslca
líkama, baðinu (skírninni) í vatni Jórdanar og frið-
þœgingarblóði þvi, er hann út hellti á krossinum —
eins segir um Heimdall, að hann sje »aukinn jarð-
armagni, svalköldum sœ og sönardreyra« (o: friðþæg-
ingarblóði). Kristur er eins og Heimdallur þráfald-