Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 29
29
lega settur í samband við regnbogann og á málverk-
<um er regnbogi opt málaður í kring um hann. Þetta
kemur ef til vill að nokkru leyti af því, að Kristi
(sem frelsaði mannkynið frá »flóði syndanna«) var
opt blandað saman við Nóa, sem frelsaði mannkynið
frá syndaflóðinu, með því Nói var skoðaður eins
•og eins konar frum-ímynd eða fyrirboði Krists.
Hónórius segir, að Nói hafi komið á fót hinum þrem
mismunandi stjettum manna (eins og litir regnbogans
hafi verið þrír). Þessar þrjár stjettir eru: »þrælar«
(frá Sem), »frjálsir menn« (frá Kam) og »hermenn«
eða víkingar (frá Jafet). Sama er sagt um Heim-
dall í Rígsmálum, sem ef til vili hafa beinlinis verið
ort til þess að skýra orðin »meiri ok minni mögu
Heimdallar« í Völuspá.
Bugge hefir í bók sinni leitazt við að sýna, að
Óðinn á gálganum táknaði Krist á krossinum. Þetta
álítur höf. rjett, og kemur fram með nýja sönnun
því til stuðnings. Hann skýrir nefnilega þessi orð
í Völuspá: »á sér ausask | aurgum forsi | af veði
Valföðrs*, þannig, að þau upprunalega eigi við Krist
á krossinum. Hinn krossfesti líkami Krists er opt
kallaður »veð« (pignus) eða »gísl« (obses), og hinn
»aurgi fors« táknar blóð það, sem rann úr síðusári
Krists (sbr. Jóh. 19, 34. »og jafnskjótt kom út blóð
og vatn»). í Njálu er blóðstraumur kallaður »blóð-
fors« (sbr. Helvítispislakvæði: »Oss gef, Kristr, að ei
þín missum, | oss þvo með þíns dreyrafossi \ . . . .
oss því leystir guð á krossi«).
Lýsingin á Ragnarökkri er afarlík lýsing Opin-
berunarbókarinnar á heimsendinum, er jörðin ferst,
og hinar 5 meinvættir: Hrymur, LoTci, Ulfurinn (Fen-
risúlfur), Ormurinn (Jörmungandur, Miðgarðsormur)
•og Surtur (eldguð eða eldjötunn) svarar til hinna 5