Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 32
32
ur um 1150, kemur fyrir »Óðsmey« o. s. frv., sem
höf. álítur, að sje tekið eptir Völuspá, og ályktar
hann af því, að hún geti því ekki verið yngri en frá
1150. Með þessu álítur hann sannað, að Völuspá
sje ort einhvern tíma á árunum frá 1125 til 1150.
En hver hefir þá ort Völuspá? Það hlýtur að
hafa verið einhver lærður prestur, og hún hlýtur að
hafa til orðið í einhverjum af skólum þeim, sem um
þetta leyti voru í mestum blóma á íslandi, t. d. skól-
■anum í Odda, og það eru því mestu líkur til, að
Sœmundur fróði (d. 1133) hafi sjálfur ort hana,enda
hefir safn hinna eldri eddukvæða snemma verið eign-
að honum á Islandi (t. d. af Brynjólfi biskupi Sveins-
syni, Jóni lærða, Birni á Skarðsá o. s. frv.), og því
fengið nafnið »Sæmundar-Edda«. Bæði þetta, hans
mikli lærdómur, nám utanlands o. s. frv., gerir það
mjög sennilegt, að hann sje höfundur að Völuspá.
■Snorri Sturluson var á fóstri i Odda hjá JóniLopts-
syni, sonarsyni Sæmundar, og hefir því sjálfsagt
kynnzt Völuspá þar, enda mun Edda Snorra að mestu
leyti beinlínis ausin úr þeim fræðabrunni, sem hann
drakk af í Odda, svo að »hendurnar« eru Snorra,
■en »röddin« Sæmundar, eða með öðrum orðum, Edda
•Snorra er að mestu leyti byggð á, eða að eins fram-
setning á, fræðum Sæmundar, sem Snorri nam í Odda
-af Jóni Loptssyni og handritum Sæmundar.
En sje nú svo, sem höf. segir, að efnið í Völu-
spá sje kristileg fræði í heiðinglegum búningi, hver
var þá tilgangurinn með að yrkja slíkt kvæði? Var
tilgangurinn sá, að sýna fegurð og gildi hinnar fornu
goðatrúar (»heidnische Tendens«)? Nei, ekki gatþað
verið, þar sem bæði efnið er mestmegnis kristilegar
hugmyndir, sem að minnsta kosti heiðingjar gátu
ckki skilið, þó það væri fullt af goðanöfnum og fornu