Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 34
34
ritgerð sinni (í Nord. Tidskr. 1890), að hann væri
samdóma Meyer, en hann mótmælti engu í bók hans,
og skýrði þannig frá innihaldi hennar, að enginn
gat skilið ritgerð hans á annan veg, en að hann á-
liti mál Meyers fullkomlega sannað, og væri honum
samþykkur; og hnykkti mörgum við. Hinn annar,
sem ritaði um bók Meyers, var Dr. MogJc í Leipzig
(í Litterar. Centralbl. 1890), og var hann að mestu.
leyti á móti kenning hennar, og áleit lítt mögulegt,
að þau rit Hónóríusar, sem höf. Völuspár ætti að'
hafa notað, hefðu verið komin svo snemma til ís-
lands, að Sæmundur fróði hefði getað notað þau, þar
sem sum þeirra eru ritin fáum árum fyrir dauða.
hans. Hinn þriði var Dr. Finnur Jónsson (í Nord.
Tidskr. 1890), og snerist hann algerlega öndverður
við kenning Meyers, og bar fram margar ástæður
fyrir skoðun sinni, og skal hjer geta nokkurra af
þeim.
Allir væru nú á einu máli um það, að eins og
Völuspá væri nú, væri hún mjög aflöguð og mörgum
óviðkomandi vísum skotið inn í hana. En nú væri
það hins vegar víst, að það sköpulag, sem kvæðið'
nú væri í í Konungsbók, væri hjer um bil frá 1200,
enda megi sjá, að Snorri hefir þekkt Völuspá í sömu
mynd og vjer. En ætti nú Völuspá að vera ort á
árunum 1125—1150, þá væri það óskiljanlegt, ogþvi
nær ómögulegt, að hún hefði getað afbakazt svo á
einum 50 árum, ekki sízt ef höf. hennar hefði verið
lærður prestur, sem sjálfur hefði fært hana í letur..
Aflögun kvæðisins sýndi einmitt, að það væri miklu
eldra og hefði lengi borizt í munnmælum frá einni
kynslóð til annarar. Líkt væri það með bragarhátt-
inn á Völuspá; væri hann borinn saman við kvæði
með fornyrðislagi frá fyrra hlut 12. aldar, þá kæmi