Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 37
37
sjálfsagt gert það, þótt nákvæmari upplýsingar um
það vanti. íslenzkir annálar minnast opt á útlend
verzlunarskip, en geta aldrei um, hverrar þjóðar
þau hafl verið.
í byrjun 15. aldar fer meira að kveða að verzl-
un Englendinga á íslandi en áður, þótt hún reynd-
ar væri þó nokkur fyrir þann tíma. Leiddi það til
þess, að það litla, sem eptir var orðið af verzlun-
inni í höndum íslendinga sjálfra, drógst nú úr greip-
um þeim og í klær Englendinga. Þó var verzlun
þeirra mestmegnis óleyfileg verzlun (launverzlun)T
án leyfis og án þess að þeir greiddu nokkurt gjald
af henni. En svo varð það að samningum milli Ei-
ríks af Pommern og Hinriks ð.Englandskonungs, að
hann skyldi banna þegnum sínum siglingar til Is-
lands. En það dugði nú ekki mikið. Englendingum
var nauðigur einn kostur, að reka verzlun á óleyfi-
legan hátt á Islandi, ef þeir áttu ekki að láta hana
ganga með öllu úr greipum sjer, þar sem verzlunin
var bundin við Björgvin, en þaðan höfðu Hansa-
kaupmenn því nær algerlega bolað þeim burtu. En
er fram liðu stundir, komst þó sú venja á, að Eng-
lendingar gátu rekið verzlun á Islandi á leyfilegan
hátt, með því að fá leyfi bæði hjá Englakonungi og
Noregskonungi, sem þá ekki skeytti um einkarjett
þann, sem hann hafði áður veitt Björgvin. En hvort
sem nú Englendingar ráku verzlun sína í leyfi eða
óleyfi, þá er það víst, að þeir voru á 15. öldinni
skoðaðir sem óþokkagestir af ibúum landsins. Deil-
ur þeirra og landsbúa urðu þess valdandi, að Eirik-
ur konungur lagði bann fvrir allnr siglingar útlend-
inga til Islands. Hinar einkar-einkennilegu kaup-
setningar, sem komu upp um 1420, eiga einnig rót
sina að rekja til ágangs þess og órjettlætis, sem Eng-