Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 38
38
lendingar sýndu í vöruskiptaverzlun sinni. En Hansa-
kaupmenn gerðu sig líka, bæði um lok 15. aldar og
á 16. öldinni, seka í mörgum ofbeldisverkum á Is-
landi. Verzlunin var nú á þeim tímum einu sinni
þannig löguð, að viðskipti útlendra þjóða og hinna
innfæddu íbúa, hvers lands sem var, gátu varla
hugsazt, án þess að slægi í deilur og handalögmál.
En svo er að sjá, sem Engiendingar hafi farið nokk-
uð frekt í hryðjuverk sín, því 1468 drápu þeir með-
al annars hirðstjóra Danakonungs, og leiddi það til
styrjaldar milli Dana og Englendinga. En þaðvoru
ekki íslendingar einir, sem urðu fyrir ofbeldi af
hálfu Englendinga, heldur og hinir útlendu keppi-
nautar þeirra, sjerstaklega Þjóðverjar.
Þegar Eirikur konungur bannaði öllum útlendum
þjóðum siglingar til Islands árið 1425, og einskorðaði
verzlunina við Björgvin, þá hjeldu Englendingar, að
þetta væri undirróðri Þjóðverja að kenna, og báðu
konung sinn að afnema einkarjettindi Þjóðverja á
Englandi. Þetta leiddi til þess, að þýzkum kaup-
mönnum var þar varpað í dýflizu, og Englendingar
áttu í sífelldum óeirðum við þá Þjóðverja, sem voru
1 siglingum til Islands. Þannig rjeðust enskir kaup-
menn frá Bristol og Hull á Hansakaupmenn á Islandi
um 1474 og rændu þá.
Um siglingar Hansakaupmanna til Islands á fyrri
hluta 15. aldar vitum vjer harla lítið; en á seinni
hluta þeirrar aldar fara fregnirnar af þeim að verða
bæði tíðari og greinilegri. Fyrst er getið Hansa-
kaupmanna frá Danzig og Ltibeck (t. d. 1433) á Is-
landi, en um siglingar Hamborgarmanna þangað
er ekki getið fyrri en 1475. Þá voru gerð út tvö
skip á kostnað borgarsjóðsins til íslands, en sú ferð
varð ekki til fjár, því borgarsjóðurinn hafði mikinn