Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 39
39
halla af verzlun þeirra. Kristján konungur fyrsti
leyfði Hansakaupmönnum — einkum frá Hamborg—
þráfaldlega siglingar til Islands beina leið, en þó
bannaði hann þeim að hafa þar vetursetu. En eptir
dauða hans kvörtuðu þýzkir kaupmenn í Björgvin
og ríkisráðið norska fyrir þeirra hönd yfir þessu, og
■óskuðu, að sjeð yrði um, að þessum siglingum hætti;
því þær sjeu til mikils tjóns fyrir Noreg og rjettindi
Björgvinar. Þessu svöruðu Hamborgarmenn svo, að
einkarjettindi Björgvinar giltu að eins fyrir Noreg,
en ekki fyrir Island, og konungur væri því alveg
sjálfráður að því, hvort hann vildi leyfa siglingar
þangað eða eigi. En það var ekki nóg með það.
Eátæklingarnir í Hamborg klöguðu líka yfir þvi, að
ríkismennirnir flyttu korn út til Islands, því um
nokkur ár var dýrtíð á korni í Hamborg sökum
styrjaldar á Niðurlöndum. Var þá samþykkt, að
engin skip skyldu fermd til Islands frá sjálfri borg-
inni, en’það var farið í kring um þessa samþykkt,
og siglingar frá Hamborg hjeldu áfram. Englend-
ingar klöguðu líka yfir verzlun Hansakaupmanna á
Islandi (1486 og 1491 og optar). Eins og áður er
ávikið, urðu Englendingar mjög óþokkaðir af hryðju-
verkum sínum bæði meðal Islendinga og Dana, en
Þjóðverjar veittu Islendingum, þegar í nauðirnar rak,
hjálp gegn Bretum. En að þeir hafi á stundum ekki
látið lenda við hjálpina eina, heldur hafi húnsmám-
saman leitt til ofbeldisverka, er næsta skiljanlegt,
og því klöguðu Englendingar. En þrátt fyrir allar
kvartanir og ítrekaðar samþykktir um, að sigling-
ar til íslands skyldu hætta, hjeldust þær þó við frá
Hamborg, og af samþykkt einni frá 1489 má sjá, að hún
hefir ekki verið ein um hituna, heldur hafa einnig verið
siglingar til Islands frá Danzig, Lubeck, Bremen, Rostock}