Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 41
41
var einnig unglingum, sem vildu læra verzlunarað-
ferð á íslandi, leyft að hafa þar vetursetu. Svo er
ákveðið í alþingisdómum frá 1526 og lf>33. Höf-
undurinn tekur það fram sem einkennilegt við þessi
tvö alþingi, að á þeim báðum hafi útlendingar, bæði
Englendingar og Þjóðverjar, haft jafna hluttöku i
löggjöfinni og landsmenn sjálfir; allir þessir Þjóð-
verjar hafi verið frá Hamborg og telur hann upp
nöfn þeirra, sem hafi tekið þátt i löggjöflnni á hvoru
þessu alþingi fyrir sig. Hann bætir því þó við, að
þeir hafi sjálfsagt að eins átt þátt í þeirri löggjöf,
er að verzlunarmálum hafi lotið. En þetta hlýtur
—eins og prófessor Maurer þegar hefir Jekið fram
í ritdómi sínum um bókina,— að vera eintómur hug-
arburður eða helber misskilningur hjá höfundinum.
Útlendingar hafa aldri átt slíkan þátt í löggjöf Is-
lands, sem höf. ætlar. Þar sem höf. í sambandi við
þetta minnist á umkvörtun Olafs erkibiskups í Þránd-
heimi (1531 og 1532) yfir því, uð Hamborgarmenn
hafi fengið Island »að ljeni«, þá munþaðvarla eiga
öðruvísi að skiljast en um leyfi til að reka þar
verzlun gegn ákveðnu gjaldi, enda er það tilfært
sem ástæða fyrir kærunni, að fíoregur bíði svo mik-
ið tjón við að fara á mis við hinar islenzku vörur
(Dipl. Norv. VIII, nr. 707 og IX, nr. 670). Auk
þess má sanna, að hirðstjóraembættið var um þess-
ar mundir ekki í höndum Hamborgarmanna (sbr.
Hirðstjóra-annál Jóns Halldórssonar í Safni til sögu
Isl. II, 668—75, og Kirkjusögu Finns biskups II,
255—6 og 264—5).
En þótt nú allt færi friðlega milli Danakonungs
og Hansakaupmanna á Islandi, þá lenti þó stundum
í blóðugum illdeilum milli þeirra og Englendinga, og
stóðu embættismenn konungs i þeim deilum Þjóð-