Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 42
42
verja megin og veittu þeim að málum. Þetta leiddi
til þess, að ráðið í Hamborg samdi ákveðnar reglur
um verzlun og fiskiveiðar við ísland. Eptir þetta
ráku nú bæði Þjóðverjar og Englendingar opinber-
lega og friðlega verzlun á íslandi, og meðal vetur-
setumanna þar eru nú ekki nefndir kaupmenn einir,
heldur og aðrir menn. Þannig nefnir Espólín við
árið 1528 og 1538 þýzkan rakara eða lækni, Laza-
rus Matheusson, sem hafi kvongazt íslenzkri konu
og setzt að á Islandi, og Björn á Skarðsá nefnirvið
árið 1587 þýzkan lækni M. Hans. í alþingissam-
þykkt frá 30. júní 1545 eru rakararnir beinlínis
undanþegnir banni gegn vetursetu (Lovsaml. f. Isl.
I, 63).
Ekki leið á löngu áður en töluverð breyting
varð á verzluninni, og varð sú breyting með tvennu
móti. Annars vegar vóru Þjóðverjar sjálfir valdir
að breytingunni. Árin 1538—39 fer þegar að bóla
á því, að Hamborgarmenn, sem ásamt Brimamönn-
um höfðu mest rekið verzlun á Islandi, tóku að am-
ast við Lýbikuinönnum og samkeppni þeirra, og í
Hamborgarsamþykkt frá 1548 er það beinlínis á-
kveðið, að skip Hamborgarmanna mættu ekki sigla
frá Islandi til annarra staða en Hamborgar sjálfrar,
og því að eins selja islenzkan fisk annarsstaðar, að
hann hefði áður að árangurslausu verið hafður á
boðstólum i Hamborg. Ennfremur mátti enginn Ham-
borgarmaður fara til annarra staða, jafnvel þó það
væri annar Hansakaupstaður, til þess að reka það-
an verzlun við Island. Hins vegar leituðust Dana-
konungar við að koma því svo fyrir, að þegnar
þeirra skyldu einir njóta hagsmuna af hinni íslenzku
verzlun. Árið 1547 seldi Kristján konungur III.
bænum Kaupmannahöfn landið á leigu í 10 ár, og