Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 43
43
þó að hvorki íslendingar nje hinir þýzku kaupmenn
«keyttu um, hvað umboðsmenn þessa bæjar sögðu,
hafði þetta þó mjög mikla þýðingu; því þegar Ham-
borgarmenn Ijetu sjer ekki segjast, þá var nú í
samningum frá konungs hálfu farið að grípa til þess,
sem langa lengi hafði ekki verið hreyft við, að
verzlunin væri konungsverzlun; hann einn og þeir,
sem hann gæfl leyfi til þess, mættu verzla á Islandi.
Á ríkisárum Friðriks II. (1559—88) var farið enn
frekar í þetta mál. Fyrst ákvað hann (1561), að
hann einn mætti láta flytja brennistein út úr land-
inu, og því næst kom sams konar ákvörðun um út-
flutning lýsis (1562), og loks um útflutning hesta,
tóuskinna, bjarnarfelda og einkum og sjer í lagi
hvalstanna (1563). Eins og nærri má geta, var þetta
að eins gert í gróða skyni, og sama er að segja um
það, er hann seinna hótaði Hamborgarmönnum, að
banna þeim allar siglingar til Islands, eða þegar
hann stakk upp á því, að láta þeim frjálsar 10 ís-
lenzkar hafnir gegn 100,000 dala gjaldi. Allt þetta
miðaði til þess, að koma á aptur hinni fornu kon-
ungsverzlun eða einokun. Það er ennfremur eptir-
tektarvert, að í stað þess að selja leyfi til verzlun-
arinnar í heild sinni, eins og forðum hafði gert ver-
ið, þá er nú farið að veita einstökum kaupmönnum
einkarjett til að verzla á einstökum höfnum. Þetta
átti sjálfsagt að miða til þess, að hægra væri að
hafa eptirlit með því, hvernig verzlunin færi fram,
því nú var ekki lengur mögulegt að einskorða verzl-
unina við Björgvin eingöngu, eins og gjört hafði
verið til forna. Út af þessum breytingum risu nú
margar og miklar deilur, bæði milli Hamborgar-
manna og Brimamanna eða Lýbikumanna, og eins
milli þeirra og hinna dönsku embættismanna. Auk