Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 44
44
þess voru, þegar svo við horfði, einstakar hafnir
teknar frá Hamborgarmönnum, og þær svo annað-
hvort fengnar til umráða dönskum kaupmönnum, sem
einmitt um þessar mundir tóku meir að tíðka sigl-
ingartil Islands, eða Hamborgarmönnum biátt áfram
bannað að sigla á þær (1574). Þó komst aptur þol-
anlegra skipulag á í þessu efni um 1580. En á
stjórnarárum Kristjáns IV. (1588—1648) tók gaman-
ið heldur að grána. Arið 1601 tilkynnti hann borg-
unum Hamborg og Brimum, að hann ætlaði sínum
eigin þegnum einvörðu að reka alla verzlun á ís-
landi, og 20. apríl 1602 var verzlunin líka gerð að>
fullkominni einokun og seld á leigu íbúum Kaup-
mannahafnar, Málmhauga og Helsingjaeyrar, en þó-
með þeim fyrirvara, að þær hafnir, sem leigðar
hefðu verið einstökum þýzkum kaupmönnum, kæmu
þá fyrst til greina, er einkarjettur þeirra ekki gilti-
lengur. Eins og eðlilegt var, tóku Hansakaupmenn
þessari nýbreytni ekki með glöðu geði, og vildu ekkr
þegar láta sjer segjast. Það var kvartað og kvart-
að á báðar hliðar, og Hamborg reyndi hvað eptir-
annað að fá konung tii að láta allt hverfa í gamla.
horfið aptur; en það var ekki við það komandi; hanm
sat við sinn keip. Árið 1614 endurnýjaði hann.
samningana við hina fyr nefndu þrjá bæi, og 16..
desember 1619 stofnaði hann islenzka verzlunarfje-
lagið (kompagníið) i Kaupmannahöfn. Með þessu var
loku fyrir það skotið, að Hamborgarmenn gætu á
löglegan hátt haft nokkur bein verzlunarskipti við>
ísland. Eigi að siður verzluðu ekki að eins Þjóð-
verjar heldur og bæði Englendingar og Hollending-
ar þar enn þá á laun. Ennfremur gengu verzlunar-
skip frá Hamborg enn þá opt í fullri heimild til ís-
lands, en þó í þjónustu Dana, og bæði þau og skip»