Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 45
45
Danakonungs sjálfs fóru opt beina leið milli Ham-
borgar og íslands. Þó reyndi konungur með öllu
móti að koma í veg fyrir bæði notkun útlendra
skipa, eða að minnsta kosti sigling þeirra frá útlend-
um höfnum, og eins, að íslenzkar vörur væru seldar
1 Hamborg. Eptir að hann hafði reist bæinn Gliick-
stadt (1616), skipaði hann svo fyrir, að þar skyldi
vera siglingastöð (Stapelplatz) allrar íslenzkrar verzl-
unar (1623), og þangað skyldi eptir 1645 flytja allar
íslenzkar vörur og selja þær þar. En þetta var nú
•samt meira í orði en á borði, því það var á marga
vegu farið i kringum þessar regiur; vörurnar komu
að eins við í Glúckstadt, en fóru sem áður til Ham-
borgar, og eptir að þessu hafði farið fram um stund
með ýmsum brögðum, gerðu Hamborgarmenn á 18.
•öldinni að lokum opinberlega samninga við íslenzka
verzlunarfjelagið í Khöfn um vöruflutninga til Ham-
borgar, svo að hún varð sem áður aðalstöð íslenzkr-
ar verzlunar, þar sem allar íslenzkar vörur voru
seldar.
II. Um fisJciveiðar við ísland (bls. 38—61).
Auk íslendinga sjálfra ráku Englendingar mest flski-
veiðar við ísland, en Þjóðverjar að litlum mun. *
III. Um verzlunina (bls. 61—94). Þar segir um
kaupsetning og taxta, um mál og vog, um gjöld og
tolla, sem hvíldu á verzluninni (t. d. sekkjagjaldið
o. s. frv.) og um vöruskipti, eða hverjar vörur voru
út fluttar og innfluttar. Er í þessum kafla allmikill
fróðleikur að mörgu leyti.
IV. Um siglingar frá Hamborg til fslands (bls.
95—105). Þar segir, hve snemma skipin lögðu af
stað, hve mörg skip gengu á ári hverju, hve lengi
þau voru á leiðinni, hve stór þau voru o. s. frv.
Til dæmis má geta þess, að árið 1590 komu í ágúst