Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 46
46
12 og í september 5 skip til Hamborgar frá íslandi,.
og árið 1598 komu í júli 1, í ágúst 7, í september
4, í október 4 og í nóvember 1; árið 1613 fóru frá
Hamborg í marz 3, í apríl 5, í maí 1 og í júlí 1.
V. Um islenzkar hafnir (bls. 105—110). Þar eru
taldar upp hafnir þær, er Þjóðverjar sigldu á, og
koma þar mörg skrítin nöfn fyrir. Síðast í kafla.
þessum er minnzt á byggingar Þjóðverja á Islandi
og sjerstaklega á kirkju þeirra í Hafnarfirði.
VI. Um rjettarfarið (bls. 111—112). Þar segir,
hverjir dæmdu og skáru úr málum milli íslendinga.
og útlendinga o. s. frv.
VII. Um »ídandsfarafjelagið« og »Brœðralag-
ið« í Hamborg (bls. 113—121). Fyrra nafnið er
eldra, en seinna nafnið yngra. Fjelag þetta virðist
ekki hafa verið eiginlegt kaupmannafjelag, nema ef
til vill í byrjuninni, en eptir þvi sem ráðið verður
af reikningum þess, hefir aðalmark og mið þess ver-
ið að styrkja örvasa meðlimi og munaðarleysingja,
ekkjur og börn. Innsigli fjelagsins er enn til og er
mynd af því á titilblaði bókarinnar. Á meðal ann-
ars er flatti og kórónaði þorskurinn grafinn á inn-
Isiglið. Má afþví sjá, að krýning þorsksins er eldri
en tvævetur.
Þetta er aðalinnihald bókarinnar, þótt hjer sje
auðvitað mjög fljótt yfir sögu farið. En þá er a5
minnast á gildi bókarinnar og hvernig hún er ritim
Af því að hvorki jeg nje nokkur annar er eins fær
til að dæma um þetta, eins og einn af þeim, sem
þegar hafa ritað um bókina, nefnilega prófessor
Konráð Maurer (í Deutsche Zeitschrift fiir Geschichts-
wissenschaft 1891, bls. 177—185), þá ætla jeg að
leyfa mjer, — eins og jeg í framanskráðum útdrætti
hefi haft mikinn stuðning af útdrætti hans, — að