Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 47
47
tilfæra dóm hans um hana, bæði af því, að það er
dómur hins langfróðasta manns núlifandi um þetta
efni, og af því, að jeg býst við, að mörgum, sem
kynnu að vilja að nota bókina, sje kært að hafa að-
gang að athugasemdum þeim og leiðrjettingum, sem
hann gerir við hana. Dómur hans hljóðar svo:
»Dietrich Schafer hefir þegar í ritdómi um
þessa bók (í Deutsche Literaturzeitung, XI, nr. 24,
bls. 890—91) tekið það fram, að höfundurinn hafi
ekki að eins safnað saman og notað það, sem um
þetta efni megi finna á víð og dreif í prentuðum
bókum, heldur hafi hann einnig leitt margt nýtt í
ljós, sem hingað til hefir verið falið augum flestra í
skjalasöfnunum í Hamborg, Brimum og Lýbiku,
En hann hefir líka tekið það fram, að sjálfsagt hefði
mátt og átt að tilfæra ýmislegt fleira úr einstökum
dönskum bókum, og ennfremur, að höf. hefði getað
og átt að gera sjer meira far um að gera framsetn-
ing efnisins og hinna einstöku atriða betur úr garði,
einkum og sjer i lagi með því, að sjá um, að textar
þeir, sem hann tilfærir, væru rjettir. Þetta er dóm-
ur manns, sem hefir sýnt, að hann er svo ágætlega
að sjer í sögu Hansastaðanna og Danmerkur, og
hann verð jeg lika að undirskrifa. En jeg ætla þó
að bæta við hann fáeinum athugasemdum frá sjálf-
um mjer. Eins og höf. játar sjálfur í formálanum,
kemur það fyrst og fremst mjög tilfinnanlega fram,.
hve ófullkomin þekking hans er á íslenzkri tungu
og íslenzkum bókmenntum. Til dæmis má geta.
þess, að þar sem höf. minnist á íslenzka staði, þá
nefnir hann þá ávallt hinum sömu skrípanöfnum,
sem þeir höfðu fengið í munni hinna þýzku og dönsku
sjómanna, og það kveður meira að segja svo rammt
að þessu, að jafnvel í þeim kaflanum, þar sem höf.