Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 48
48
telur upp allar þær hafnir, sem Þjóðverjar hafl siglt
á, (bls. 106—107), er hann ekki að hafa fyrir því
að leiðrjetta þessi nöfn, sem þó hefði verið mjög
auðvelt með þvi, -að nota »Bidrag til en hist. topogr.
Beskrivelse af Island« (1877—82) eptir Kr. Kálund.
Hver ætli að geti annars áttað sig á því, að önnur
eins nöfn eins og Akernisse, Bossande, Bodenstede,
Haneforde, Kammericage, Gronelwick o. s. frv. sjeu
•sama og Akranes, Bdtsendar, Búðir, Eafnarfjörður,
Kumbaravogur og Grindavík? Orðið alþing er allt af
látið vera karlkyns (bls. 19, 33, 63, 64, 111), þótt
■orðið þing sje hvorugskyns í íslenzku eins og í
þýzku. Höf. er ávallt sjálfum sjer samkvæmur i því
að kalla höfuðsmanninn Otta Stígsson Otto Stiges
■(bls. 63, 67, 111), en Tíli Pjetursson heitir hjá hon-
um sinu rjetta nafni, þegar hann fer eptir þýzkum
ritum, en fari hann eptir latneskum ritum, heitir
hann Tylius (bls. 21); sömuleiðis kallar hann hann
»præfect« í staðinn fyrir höfuðsmann (Statthalter).
Bæði af »íslenzkum annálum« (bls. 58) og af Grá-
gás (bls. 64) notar hann latneskar þýðingar, þótt
liann vitni til annálanna eptir útgáfu G. Storms, sem
engin slík þýðing fylgir, o. s. frv. En verri en þessi
missmíði í hinum ytra frágangi eru einstaka villur í
innihaldinu, sem stafa af því, hve lítið höf. þekkir
til íslenzkra rita. Þannig segir höf. (bls. 1), að Giss-
ur biskup hafi verið fæddur á Þýzkalandi. Af 5.
kapitulanum í Hungurvöku hefði hann getað sjeð,
að hann þvert á móti kom í heiminn í Skálholti á
íslandi. Á bls. 64 segir höf., að af Grágás verði
hvergi sjeð, að Englendingar eða Þjóðverjar hafl
haft verzlun á íslandi. Annað verður nú uppi á
teningnum, þegar litið er á það, sem hjer að fram-