Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 53
53
gæddur svo miklum forsagnaranda eða spádómsgáfu,
að slíks flnnist engin dæmi«.
Að frátöldum innganginum skiptir höf. bók sinni
i 7 kafla eða kapítula. Er í hinum fyrsta skýrt frá
smágreinum þeim, sem finnast í hinum elztu ritum
um Yínland, og þær teknar upp á islenzku ásamt
þýðingu af þeim. I öðrum kaflanum er ensk þýð-
ing af Eiríks sögu rauða og í þeim þriðja af Vín-
landssögu í Flateyjarbók. í fjórða kaflanum er
skýrt frá öllum þeim stöðum í íslenzkum annálum,
þar sem Yínlands er getið, og þeir teknir upp. I
fimmta kaflanum eru prentaðar smágreinir úr ýms-
um ritum, sem lítið eða ekkert verður byggt á.
Sjötti kaflinn er yfirlit yflr það, sem ritað heflr verið
um fund Yínlands í útlöndum, allt frá Adam i Brim-
(um 1070) og til rits prófessors G. Storms í Kristj-
aníu: »Studier over Vinlandsreiserne« (Khöfn 1887).
I sjöunda kaflanum eru islenzkir textar, nefnilega:
Þorfinns saga karlsefnis eptir Hauksbók, Eiríks saga
rauða eptir A. M. 557, 4to., og þáttur Eiríks rauða
og Grænlendingaþáttur eptir Flateyjarbók. Eru
þessir textar þannig út gefnir, að höf. heflr með
ærnum kostnaði látið »fótótýpera« (ljósprenta) sjálf
skinnhandritin blaðsíðu fyrir blaðsíðu, svo að sá, sem
á bók hans, þarf aldrei að fara i handritin framar,
til þess að sjá, hvað í þeim standi, því að hann hef-
ir alveg rjetta ímynd þeirra í bókinni. Þetta er
sama útgáfuaðferðin eins og sú, sem höfð hefir ver-
ið við útgáfu þá af Sæmundar Eddu, sem nú er ný-
útkomin í Kaupmannaböfn. Gegnt hverri blaðsíðu
hinna »fótótýperuðu« handrita heflr hann geflð út
texta þeirra með sömu línuskilum sem i handritun-
um, með uppleystum böndum og almennri rjett-
ritun.