Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 54
54
Aptast í bókinni eru 74 athugagreinir til skýr-
ingar ýmsu því, er að framan er skráð, og má þar
margan fróðleik finna. Er þar meðal annars skýrt
nákvæmlega frá, á hverju sú skoðun byggist, að
Kólumbus hafi komið til íslands og fengið þar fregn-
ir um fund Vínlands. Ennfremur er sýnt fram á,
að sá Þórhallur Gamlason, sem getið er í Grettis-
sögu, sje alls ekki sami maðurinn og sá, sem
fór til Vínlands, þótt bæði Guðbrandur Vigfússon og
G. Storm hafi álitið að svo væri. í Eiríks sögu
rauða er sagt, að þeir Þorfinnur karlsefni hafi verið
úti tvö dægur, er þeir sigldu frá Vestribyggð til
Hellulands. En þetta sýnir höf., að ekki geti stað-
izt, því á þeim tíma hefði verið ómögulegt að ná
nokkursstaðar að Labradorströndinni, þar sem dæg-
urs sigling — að því er sjeð verði af öðrum stöð-
um í sögunum — samsvari hjer um bil 108 mílum
(enskum). Hann álítur því, að hjer eigi að standa
sjö í staðinn fyrir tvö, og þannig muni hafa staðið í
hinum elztu handritum, en hafa verið mislesið af
afskrifurunum, sem ekki athuguðu, hvort mundi rjett-
ara vera. Þessi tilgáta er mjög sennileg, því bæði
líkist »siau« og »tvau« mjög í handritum og gat því
hæglega mislesizt, og líkt á sjer stað í Landnámu í
1. kap., þar sem sum handrit segja 5 dægra sigling
frá Reykjanesi til Jölduhlaups a Irlandi, en sum
aptur 3 og enn önnur 8, en á að vera 6. I athuga-
grein sinni um orðið eyktarstað birtir höf. nýjar rann-
sóknir eða rjettara sagt nýjan útreikning, er hann
hefir látið amerískan stjörnufræðing einn gera, og
kemst með honum að sömu niðurstöðu og prófessor
Storra hafði áður komizt með reikningi Geelmuydens,
nefnilega að Vínland hafi ekki getað legið norðar en
á 49. st. n. b., en geti vel hafa legið sunnar, eða