Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 57
57
í Svíþjóð hefir komið út bók, sem er álitlegur
þáttur í menningarsögu íslands. Bókin heitir ísland,
og er eiginlega tvö hepti úr stóru verki, sem heitir
»Myndir af munum í hinu norræna þjóðmunasafni«
(Afbildningar af föremdl i Nordiska museet), útgefn-
ar af Arthur Hazelius. »IIið norræna þjóðmunasafn«
í Stokkhólmi, sem er stofnað af núverandi forstöðu-
manni þess, Dr. A. Hazelius, er nú orðið eitthvert
hið stærsta og fjölskrúðugasta safn á Norðurlöndum
Þar eru alls konar munir frá öllum Norðurlöndum,
sem gefa ágæta hugmynd um þjóðlíf, þjóðmenning
og siði Norðurlandabúa. Þar á meðal er og fjöldi
íslenzkra muna. Til þess að útbreiða þekkingu um
safnið og vekja áhuga manna fyrir því, hefir Dr.
Hazelíus gefið út mörg skrautverk um það, er jafn-
aðarlega hafa verið prydd ágætum myndum af mun-
um í safninu, og er framangreint verk eitt af þeim.
2. og 3. hepti þessa verks, sem er bók fyrir sig með
sjerstökum titli, eins og nú var getið, hefir inni að
halda 108 myndir af íslenzkum munum. Eru þar
myndir af búningum, faldbúningi, kvennhúfum (bæði
með nýja og gamla laginu), skóm með íleppum, bún-
ingsskrauti, rúmfjölum, trafakeflum, öskjum, spónum,
stokkum, söðlum, beizlisstöngum, lömpum, kolu, pál,
snældum, drykkjarhornum o. s. frv. ' Og allar þess-
ar myndir eru svo prýðisvel gerðar, að það er eins
og maður sjái hlutina sjálfa. Margir af þessum
munum eru útskornir með ýmsu letri, bæði höfða-
letri, latínuletri o. s. frv. Aptan til í bókinni eru
skýringar yfir myndirnar og letrið á þeim eptir
Rolf Arpi, sem mörgum íslendingum er kunnur, og
hann í óða önn að vinna að enskri þýðing á Laxdælu í fje-
lagi við einn Islending, og höfðu þeir þýtt liðugan þriðjung
sögunnar.