Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 58
68
sem mun hafa safnað mörgum af gripum safnsins á
ferðum sínum á Islandi. Skýringar þessar eru vel
af hendi leystar, nákvæmar og rjettar. Bókin er
tileinkuð hinum tveim fyrstu íslenzku landshöfðingj-
um íslands, Bergi sál. Thorberg og Magnúsi Stephen-
sen, æskuvinum útgefandans.
Slík bók sem þessi er bæði þjóð vorri til sóma
og stuðlar ekki lítið að því, að vekja eptirtekt ann-
arra þjóða á þjóðlífi voru. Það er ekki lítið varið
í að fá slíkar myndir af íslenzkum munum, gefnar
út rjettar og nákvæmar, einkum þar sem eins hörmu-
lega er ástatt eins og hjá oss með kunnáttu í teikn-
ingu; jeg held að það sjeu ekki ýkjur, þótt jeg segi,
að ómögulegt sje, að gefa mönnum hugmynd um
ýmsa íslenzka muni, sem ekki hafa komizt út úr
landinu, af því ekki er hægt að fá teikningu af þeim,
þar sem svo að segja enginn íslendingur kann að
teikna svo, að nokkur mynd sje á.
Til sagnarita má og telja bækling einn, er stú-
dentafjelagið danska (Studentersarnfundet) hefir gefið
út sem nr. 107—108 af »Smáritum« sínum, þótt efni
hans sje reyndar svo margbreytt, að eins mætti telja
hann til annarra fræðigreina. Þessi bæklingur heitir
»Island á þjóðveldistímanum« (Island i Fristatstiden).
Hann er saminn af tveimur dönskum stúdentum
Julius Clausen og Poul Levin. Þótt ritlingur þessi
sje ekki stór (einar 45 blaðsíður í 8 blaða broti), þá
kennir þar þó margra grasa. Honum er skipt í 5
kafla. I fyrsta kaflanum (bls. 3—5) er lýsing á land-
inu og íbúum þess: um landið sjálft og náttúru þess,
bæði fyrir og eptir landnámstíð, legu þess á hnett-
inum, skipting í fjórðunga, þing o. s. frv. I öðrum
kaflanum (bls. 5—12) er um sögu þess og stjórnar-
fyriricomulay. Er þar fyrst skýrt frá landnámum