Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 59
59
•og því næst frá löggjöf og dómaskipun, um tilraunir
Noregskonunga til þess að ná yfirráðum á landinu,
um Sturlungaöldina og hversu landið komst undir
konung. í þriðja kaflanum (bls. 12—22) er um trú-
■brögð íslendinga. Er þar fyrst stutt yfirlit yfir goða-
fræðina og því næst ágrip af kristnisögu landsins.
Fjórði kaflinn (bls. 22—36) er um lifnaðarhdttu lands-
búa. Er þar fyrst skýrt frá húsaskipan, klæðnaði,
atvinnuvegum o. s. frv.; því næst er um bónorð,
brúðkaup, hjúskaparlíf og barnauppeldi; um leiki og
^aðrar skemmtanir, um alls konar íþróttir, líkamleg-
•ar og andlegar, um fóstbræðralag, um gestrisni, um
mun á kjörum þræla og frjálsborinna manna, og að
síðustu um hauglagning og aðra greptrunarsiði.
Fimmti kaflinn (bls. 36—45) er um bökmenntirnar.
Er þar fyrst um eddukvæðin, því næst um kvæði
nafngreindra skálda, og að lokum um sagnaritunog
skrásetning laga.
Ritlingur þessi er útdráttur úr mörgum eldri
ritum um þau efni, er hann sjálfur inniheldur, og
lætur að líkindum, að þar muni fljótt yflr sögu farið,
J)ar sem jafnmiklu og margháttuðu efni er komið
fyrir á svo fám blaðsíðum. En hann er laglega og
•alþýðlega ritinn og getur því komið að góðum not-
um til þess, sem hann er ætlaður, nefnilega að út-
‘breiða hjá alþýðu manna þekking um Island og ís-
lenzkar bókmenntir á þjóðveldistímanum. Það er
töluvert vandaverk að semja slíka bók sem þessa,
æinkum er svo stutt skal rita, en höfundunum hefir
tekizt það vonum fremur. Framsetningin er lipur
og verulegar villur eru engar, það er teljandi sje.
Jeg er, viss um, að margur á íslandi hefði bæði
„gaman og gagn af að lesa þetta kver, þó stutt sje,