Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 62
62
hinum stærri sögum, t. d. Njálu og Laxdælu), að sagna-
ritararnir hafa látið sjer liggja í ljettu rúmi, þótt;
frásögnin væri eigi í alla staði rjett, og stundum
látið sannleikann lúta í lægra haldi til þess að gera
frásögnina skemmtilega og áhrifamikla, og þannig^
úr garði gerða, sem menn á þeim tímum álitu full-
komnasta og bezt við eiga. Það er lika mjög skilj-
anlegt, að þeir hafi gert það. Flestar sögur hafa
verið færðar i stýl og fengið sína ákveðnu mynd
(áður en þœr enn voru ritaðar) í þeim tilgangi, að-
segja þœr, einkum á mannfundum og í samkvæm-
um. Þegar höfundurinn var að safna efninu, skipa
því niður og klæða það í haganlegan búning, þá
var það ekki áform hans að leggja verk sitt undir
dóm iærðra og djúpskyggnra lesenda, heldur að segja
það skemmtilega í fjörugu samkvæmi, þar sem á-
heyrendurnir, karlar og konur, væru áður orðnir
örvaðir af nautn matar og drykkjar, leikum og ann-
arri skemmtun. Slikur áheyrendaflokkur hlaut að
leggja miklu meiri áherzlu á, að frásögnin væri
skemmtileg og snillilega samansett, heldur en að þar
væru raktir þurrir viðburðir einir, jafnvel þó það
væri gert með allri þeirri skarpskyggni og samvizku-
semi, sem einkenna frásögn Ara fróða. Sem dæmi
upp á þetta tilfærir svo höf. það, sem sagt er frá
brúðkaupsveizlunni á Reykjahólum sumarið 1119 í
Sturlungasögu (Oxford 1878, bls. 16—20) og sagna-
skemmtan þar. Hann tekur það og sjerstaklega
fram, að af þeirri frásögn megi sjá, 1, að stundum
hafi verið sagðar uppspunnar sögur af mönnum, sem
til höfðu verið (t. d. Hrómundr Gripsson), og 2, að
um það leyti og sögurnar voru færðar í letur, hjeldu
margir iærðir menn, að slikar lygisögur væru i
raun og veru sannar.