Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 65
65
þú hefir Hann svarar: »Þú ert glópr mik-
ill, drepit góðan dreng — ok dragz út sem skjótaz;
eigi vil ek at þú sér drepinn í húsum mínum«.
Hann ferr heim ok kemr á fund Glúms, ok spyrr
hann: hversu gafz nú fulltrúinn?® Ingólfr svarar:
»eigi gafz vel«. Glúmr segir: »reyn þú nú minn
fulltrúa þá« — ok fylgdi hánum í stokkabúr út —
»vandhæfr muntu verða, ef hann er drepinn Hlöðu-
Kálfr*. Annan dag eptir er sagt víg Hlöðu-Kálfs
frá Stokkahlöðu. Ok nú segir Þorkell, at sá maðr
hafði þar komit, er þvi úhappi lýsti á sik; hafaall-
er þat firir satt«. Lesandinn verður nú að geta sjer
þess til að, Glúmur hafi sjálfur drepið Kálf, þótt Ing-
ólfi sje kennt það. Því næst kemur Glúmur Ingólfi
utan, en vinir Kálfs reyndu að fá hann dæmdan
sekan fyrir vígið. En Glúmur ónýtti málið fyrir
þeim, með því að þeir hefðu búið það á hendur
öðrum manni en vegið hefði, og kvaðst sjálfur hafa
valdið víginu.
Til samanburðar við þessa frásögn Glúmu til-
færir nú höf. kafla úr latnesku smásögusafni, sem
samið er í byrjun 12. aldar og heitir D isciplina
clericalis. Þessi kafli er prentaður á latínu í H.
Gerings Islendzk œventýri (Halle 1883) II, 367—8, og
tilfærir höf. latneska textann eptir þeirri bók. En
í sömu bók eru og prentaðar tvær íslenzkar þýð-
ingar af latneska textanum, og tek jeg hjer upp aðra
þeirra (ísl. ævent. I, 164—5), sem í öllum meginat-
riðum fullkomlega jafngildir hinum latneska texta.
»Svá sagði einn spekingr í helsótt sinni: »Sun
minn, hversu marga vini hefir þú gjört þér?»
»Hundrat, faðir!« segirhann. Faðirinn mælti: »Lofa
engan fyrr en þú hefir reyndan hann. Ek var fyrr
fceddr en þú, ok hefi ek varla fengit hálfan vin;
5*