Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 67
67
sínu til margra vina (Disc. Cler.) eða fulltrúa
sins (Gl.).
2. Hinn eldri lætur efasemi í ljós, og ber fyrir sitt
leyti ekki traust til neins manns, en segir þó
jafnframt, hverjum (eða hverju) hann sjálfur
treystir (meira eða minna), og hvetur hinn yngri
til að reyna þá (þann), sem hann skoðar sem
vini sina (vin sinn).
3. Raunin er sú, að hinn ungi maður segir »vin«
sínum, að hann hafi drepið mann og biður hann
ásjár — en í raun og veru hefir hann að eins
drepið kálf; blóð (kálfsins) er sönnun fyrir því,
að hann segi satt.
4. »Vinurinn« óttast, að hann sjálfur rati i vand-
ræði, lastar verkið og skipar hinum unga manni
að hafa sig sem skjótast á brott úr sínum hús-
um.
5. Hinn ungi maður fer heim aptur og segir hinum
eldri, hversu raunin gafst.
6. Hinn eldri ræðurnú hinum yngra að reynaþann
(eða það), sem hann sjálfur treystir (sinn full-
trúa).
Það er þannig ekki nóg með, að aðalhugsunin
í báðum frásögnunum sje hin sama, heldur eru mörg
hinna einstöku atriða svo lík, að ekki getur leikið
minnsti vafi á því, að allt sje sama tóbakið. Þar
sem í Glúmu er talað um einn, en í Disc. cler. um
marga vini, þá hefir þetta minna að segja. Þessu
varð að breyta vegna þess, hve Island var strjál-
byggt. En þótt nú hvortveggja frásögnin sje upp-
runalega hin sama, þá er það ekki alveg víst, að
frásögn Glúmu sje byggð á Disc. cler. Skeð getur,
að báðar hafi ausið af sama brunni, sem sje enn
eldri. En hins vegar virðist ekkert að vera því til
6*